Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað eftir því við Hæstarétt Bandaríkjanna að uppkvaðningu dóms yfir honum, í máli er varðar mútugreiðslur, verði frestað.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað eftir því við Hæstarétt Bandaríkjanna að uppkvaðningu dóms yfir honum, í máli er varðar mútugreiðslur, verði frestað.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað eftir því við Hæstarétt Bandaríkjanna að uppkvaðningu dóms yfir honum, í máli er varðar mútugreiðslur, verði frestað.
Dómsuppkvaðningin er áætluð á föstudag, tíu dögum áður en Trump mun sverja embættiseið og taka við embætti forseta.
Trump hafði áður óskað eftir því við dómstólinn í New York að fresta dómsuppkvaðningunni en dómarinn í málinu, Juan M. Merchan, féllst ekki á þá beiðni. Lögfræðingar hans hafi því snúið sér að æðsta dómsvaldi Bandaríkjanna og óskað eftir frestun.
Þann 30. maí á síðasta ári var Trump sakfelldur í 34 ákæruliðum fyrir að hafa falsað viðskiptaskjöl og mútugreiðslur til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Merchan hefur greint frá því að hann telji ólíklegt að hann muni dæma Trump til fangelsisvistar.
Sagði Merchan einnig að ef Trump myndi sverja embættiseið nyti hann friðhelgi.