Segir hugmyndir Trumps af og frá

Segir hugmyndir Trumps af og frá

Þó svo að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, geri sér vonir um að kaupa Grænland er Antony Blinken, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á öðru máli og segir að ekkert muni verða af kaupunum.

Segir hugmyndir Trumps af og frá

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 8. janúar 2025

Antony Blinken, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Chip Somodevilla

Þó svo að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, geri sér vonir um að kaupa Grænland er Antony Blinken, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á öðru máli og segir að ekkert muni verða af kaupunum.

Þó svo að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, geri sér vonir um að kaupa Grænland er Antony Blinken, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á öðru máli og segir að ekkert muni verða af kaupunum.

„Þetta er ekki að fara að gerast og því engin ástæða til að eyða tíma í þetta,“ sagði Blinken á blaðamannafundi í París fyrr í dag.

Trump hefur sagt að eignarhald Bandaríkjanna á Grænlandi sé nauðsynlegt í þágu alheimsfriðar og -öryggis. Hefur Trump einnig gefið út að hann útiloki ekki að beita hervaldi til að ná Panamaskurðinum og Grænlandi á sitt land.

Grænland tilheyrir Grænlendingum

Sonur Trumps, Donald Trump yngri, heimsótti Grænland í gær. Hann útilokaði að ferðin hefði verið með það í huga að festa kaup á landinu og kvaðst hann vera staddur þar sem ferðamaður. 

Grænland er sjálfsstjórnarsvæði sem heyrir undir Danmörku. Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur síðustu daga ítrekað að Grænland tilheyri Grænlendingum.

mbl.is