Tugmilljóna trúlofunarhringur Zendaya vekur athygli

Rauði dregillinn | 8. janúar 2025

Tugmilljóna trúlofunarhringur Zendaya vekur athygli

Bandaríska leikkonan Zendaya vakti mikla athygli á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á dögunum. Zendaya klæddist dökkappelsínugulum kjól frá franska tískuhúsinu Louis Vuitton og þótti ein best klædda stjarna kvöldsins.

Tugmilljóna trúlofunarhringur Zendaya vekur athygli

Rauði dregillinn | 8. janúar 2025

Hringurinn vakti gríðarlega athygli.
Hringurinn vakti gríðarlega athygli. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Zendaya vakti mikla athygli á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á dögunum. Zendaya klæddist dökkappelsínugulum kjól frá franska tískuhúsinu Louis Vuitton og þótti ein best klædda stjarna kvöldsins.

Bandaríska leikkonan Zendaya vakti mikla athygli á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni á dögunum. Zendaya klæddist dökkappelsínugulum kjól frá franska tískuhúsinu Louis Vuitton og þótti ein best klædda stjarna kvöldsins.

Það var þó eitt sem vakti meiri athygli en kjóllinn en það var trúlofunarhringur sem hún bar á vinstri hendi. Í kjölfarið varð allt vitlaust á slúðurmiðlunum vestanhafs og talið að hún sé trúlofuð leikaranum Tom Holland.

Demantar, hvítagull og gulagull.
Demantar, hvítagull og gulagull. Ljósmynd/AFP

Hringurinn sjálfur er fimm karata demantshringur frá Jessicu McCormack sem er með höfuðstöðvar í Mayfair í London. Fyrir utan demantinn er einnig 18 karata hvítagull og 18 karata gulagull í hringnum. Talið er að hringurinn kosti rúmlega 28 milljónir króna á gengi dagsins í dag.  

Hringurinn er frá Jessicu McCormack.
Hringurinn er frá Jessicu McCormack.
mbl.is