Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, býður Ásthildi Lóu Þórsdóttur, oddvita Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, að flytja í Árborg sökum þess að hún býr ekki í kjördæminu.
Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, býður Ásthildi Lóu Þórsdóttur, oddvita Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, að flytja í Árborg sökum þess að hún býr ekki í kjördæminu.
Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, býður Ásthildi Lóu Þórsdóttur, oddvita Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, að flytja í Árborg sökum þess að hún býr ekki í kjördæminu.
mbl.is greindi frá því í gær að Ásthildur væri ekki búsett í Suðurkjördæmi og hefði aldrei á ævinni búið í kjördæminu. Flokkur fólksins var stærsti flokkurinn í kjördæminu í síðustu þingkosningum.
„Ég er með lögheimili í Garðabæ og hef aldrei búið í Suðurkjördæmi,“ skrifaði Ásthildur Lóa, mennta- og barnamálaráðherra, í svari við fyrirspurn mbl.is í gær.
Sveinn Ægir skrifar í færslu á facebook að íbúar Suðurkjördæmis þekki það vel hversu gott það er að búa í kjördæminu.
Eðli málsins samkvæmt vilji íbúar því að fulltrúar þeirra á Alþingi þekki fólkið og lífið í kjördæminu.
„Því langar mig að bjóða nýjum mennta- og barnamálaráðherra og fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis velkomna til að flytja í Sveitarfélagið Árborg. Hér getur hún svo sannarlega fundið fyrir hjartslætti kjördæmisins og stofunum ráðuneytis síns,“ skrifar Sveinn.
mbl.is hafði samband við landsbyggðarþingmenn í gær og kom í ljós að allnokkrir þingmenn búi ekki á eigin lögheimili í sínu kjördæmi eða eru jafnvel með lögheimili í öðru kjördæmi.
Upp úr krafsinu kom að í Suðurkjördæmi eru til dæmis þrír af sex oddvitum ekki með lögheimili í kjördæminu.
Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar, er með lögheimili í Kópavogi, en fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum.
Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar, er með lögheimili í Reykjavík en var í sveit hjá ömmu sinni og afa í Vestur-Skaftafellssýslu, nánast öll sumur og frí fram undir tvítugt.