Strigaskór eiga heima í fataskáp næstum allra, ekki aðeins sem þægilegur skóbúnaður heldur sem tískuvara einnig. Á hverju ári keppast stærstu íþrótta- og tískumerki heims við að eiga vinsælustu skóna. Síðustu misseri hafa Adidas Originals haft yfirhöndina með Samba-skónum en nú hefur Puma tekið við.
Strigaskór eiga heima í fataskáp næstum allra, ekki aðeins sem þægilegur skóbúnaður heldur sem tískuvara einnig. Á hverju ári keppast stærstu íþrótta- og tískumerki heims við að eiga vinsælustu skóna. Síðustu misseri hafa Adidas Originals haft yfirhöndina með Samba-skónum en nú hefur Puma tekið við.
Strigaskór eiga heima í fataskáp næstum allra, ekki aðeins sem þægilegur skóbúnaður heldur sem tískuvara einnig. Á hverju ári keppast stærstu íþrótta- og tískumerki heims við að eiga vinsælustu skóna. Síðustu misseri hafa Adidas Originals haft yfirhöndina með Samba-skónum en nú hefur Puma tekið við.
Þýska íþróttamerkið Puma var stofnað árið 1948 af Rudolf Dassler og er í dag þriðja stærsta íþróttavörumerki heims á eftir Nike og Adidas. Árið 1999 kom merkið með Speedcat-skóna í verslanir og árið 2000 voru þeir orðnir einir vinsælustu strigaskór í heimi. Kannastu við þá? Hélstu að þeir kæmu aldrei aftur? Það er engu að treysta í tískuheiminum, sem snýst hring eftir hring á ógnarhraða.
Á síðasta ári fóru Speedcat að sjást aftur á stórstjörnum og tískuáhrifavöldum um allan heim. Það er augljóst að Puma ætlar í stórsókn með skóna og hafa þeir sett mikið púður í auglýsingaherferðir.
Speedcat fengust ekki hér á landi fyrst um sinn og man fólk í flugbransanum eflaust eftir því að hafa gert einhverjum greiða með ferð í verslanir Puma. Skórnir eru stílhreinir í útliti með Puma-kettinum á tánni og rönd á hliðinni sem er í öðrum lit en skórnir og þá oftast hvít. Innblásturinn að útliti þeirra eru skórnir sem ökuþórar í Formúlu 1 voru í í kringum 1980. Speedcat hafa ekki sést síðustu ár þar sem aðrar týpur hafa verið meira áberandi en eru þó mest seldu strigaskór Puma allra tíma. Lögun skónna þykir klassísk og góð tilbreyting frá groddaralegu strigaskónum sem hafa verið ríkjandi.
Ef þú hrífst af þessari endurkomu þá geturðu glaðst yfir því að skórnir fást hér á landi. Þeir eru nýkomnir í verslanir Smash Urban og því engin ástæða til að kaupa þá í útlöndum eins og áður. Það verður hins vegar fróðlegt að vita hvort þeir sem áttu þessa skó um aldamótin séu til í þá aftur eða hvort unga fólkið stekkur á vagninn. Ætli það seinna sé ekki líklegra.