Húsó-steikti fiskurinn langvinsælastur á liðnu ári

Uppskriftir | 9. janúar 2025

Húsó-steikti fiskurinn langvinsælastur á liðnu ári

Uppskriftirnar úr eldhúsinu í Hússtjórnarskólanum slógu aldeilis í gegn á nýliðnu ári og sitja á toppnum víða. Til að mynda átti Húsó fjórar vinsælustu súpuuppskriftirnar á liðnu ári.

Húsó-steikti fiskurinn langvinsælastur á liðnu ári

Uppskriftir | 9. janúar 2025

Steikt­ur fisk­ur með heima­gerður remúlaði bor­inn fram með soðnum kart­öfl­um …
Steikt­ur fisk­ur með heima­gerður remúlaði bor­inn fram með soðnum kart­öfl­um og fersk­ur sal­ati var vinsælasti fiskrétturinn á vefnum á nýliðnu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Uppskriftirnar úr eldhúsinu í Hússtjórnarskólanum slógu aldeilis í gegn á nýliðnu ári og sitja á toppnum víða. Til að mynda átti Húsó fjórar vinsælustu súpuuppskriftirnar á liðnu ári.

Uppskriftirnar úr eldhúsinu í Hússtjórnarskólanum slógu aldeilis í gegn á nýliðnu ári og sitja á toppnum víða. Til að mynda átti Húsó fjórar vinsælustu súpuuppskriftirnar á liðnu ári.

Vinsælasti fiskrétturinn á matarvefnum var steikti fiskurinn úr uppskriftasafninu hjá Húsó en hann er einn frægasti rétturinn sem hefur komið úr eldhúsinu í Hússtjórnarskólanum. Leyndardómurinn við þennan rétt er brauðmylsnublanda góða sem vert er að nota utan á fiskinn.

Steikti fiskurinn er borinn fram með heimagerðu remúlaði, salati og soðnum kartöflum. Marta María Arnarsdóttir, skólameistari í Hússtjórnarskólanum, opnaði leyniuppskriftabókina fyrir matarvefinn árið 2023 og hafa uppskriftirnar notið mikilla vinsælda.

mbl.is