Patrik Atlason, sem gengur undir listamannsnafninu Prettyboitjokko, sýnir færni sína á skíðum í nýju myndskeiði á TikTok. Setningin: „Ertu að tékka þessar hreyfingar, þú átt ekki neitt í þær,“ eins og segir í lagi hans Annan Hring, á vel við myndskeiðið.
Patrik Atlason, sem gengur undir listamannsnafninu Prettyboitjokko, sýnir færni sína á skíðum í nýju myndskeiði á TikTok. Setningin: „Ertu að tékka þessar hreyfingar, þú átt ekki neitt í þær,“ eins og segir í lagi hans Annan Hring, á vel við myndskeiðið.
Patrik Atlason, sem gengur undir listamannsnafninu Prettyboitjokko, sýnir færni sína á skíðum í nýju myndskeiði á TikTok. Setningin: „Ertu að tékka þessar hreyfingar, þú átt ekki neitt í þær,“ eins og segir í lagi hans Annan Hring, á vel við myndskeiðið.
Patrik hendir í eitt gott fall, eins og sönnum skíðamanni sæmir, enda erfitt að verða góður án þess að detta.
Ástæðan fyrir myndskeiðinu er sú að fylgjendur Patriks hafa undanfarna daga mikið beðið hann um að sýna skíðastílinn – sem er bara ansi flottur.
„Ég veit að Frikki Dór er líka í skíðaferð og ég manaði hann til að sýna sinn stíl en hann vildi það ekki,“ segir hann kíminn.
Patrik er um þessar mundir í Selva á Ítalíu með fjölskyldunni og þeysir niður brekkurnar, bæði innan og utan brautar. Hann er á leið upp í stólnum þegar Smartland heyrir í honum.
Mikið af Íslendingum er á svæðinu en veðrið hefur verið upp og ofan, að hans sögn. Það hefur snjóað töluvert en þau hafa fengið tvo sólardaga af fimm í paradísinni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldan dvelur í Selva. „Við komum hingað síðast fyrir tveimur árum en mamma og pabbi hafa farið miklu oftar. Pabbi þekkir staðinn eins og handarbakið á sér.“
Spurður um uppáhaldsstaðinn til skíðaiðkunar segir Patrik hann vera Courchevel í Frakklandi, sem er partur af dölunum þremur (Les Trois Vallées) og eitt stærsta, tengda skíðasvæði í heimi. Ástæðan, jú, auðvitað búðirnar en ekki brekkurnar. „Ég er sko „shopaholic“ líka,“ segir Patrik. Verslanirnar hafi verið flottar og bærinn sem þau dvöldu í mjög skemmtilegur.
Patrik hefur verið á skíðum frá því hann man eftir sér og lætur vel af íslensku skíðasvæðunum, hefur farið víða, t.d. á Akureyri, Sauðárkrók og vitaskuld í Bláfjöll.
Þá er tími til að kveðja og leyfa Patrik að „halda áfram að skína“ í brekkunum.