Störf þingmanna ekki bundin við miðborgina

Alþingi | 9. janúar 2025

Störf þingmanna ekki bundin við miðborgina

„Tilgangurinn með þessum greiðslum til landsbyggðarkjördæmaþingmanna er að jafna aðstöðu þingmanna höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.“

Störf þingmanna ekki bundin við miðborgina

Alþingi | 9. janúar 2025

Þó sumir landsbyggðarþingmenn búi á höfuðborgarsvæðinu þá getur styrkur sem …
Þó sumir landsbyggðarþingmenn búi á höfuðborgarsvæðinu þá getur styrkur sem aðeins landsbyggðarþingmönnum er veittur nýst þeim jafn eins og hjá þeim sem búa í sínu landsbyggðarkjördæmi. Samsett mynd

„Tilgangurinn með þessum greiðslum til landsbyggðarkjördæmaþingmanna er að jafna aðstöðu þingmanna höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.“

„Tilgangurinn með þessum greiðslum til landsbyggðarkjördæmaþingmanna er að jafna aðstöðu þingmanna höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.“

Þetta segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við mbl.is um ástæður þess að landsbyggðarþingmenn fá auka þingfarakostnað greiddann.

„Auðvitað má segja að þingmenn höfuðborgarsvæðisins séu í betri aðstöðu til að sækja þingfundi og sinna kjördæmum sínum. Það er þá minni kostnaður fólginn í því heldur en að vera landsbyggðarþingmaður,“ segir Ragna og bætir við: „Starf þingmannsins er ekki bundið við miðborg Reykjavíkur.“

Styrkurinn nýtist þingmönnum þó þeir búi ekki í sínu kjördæmi

mbl.is fjallaði á dögunum um lögheimili Eyjólfs Ármannssonar, oddvita Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, en lögheimilið er á afskekktum sveitabæ á Vestfjörðum sem hann hefur aldrei búið á.

Í kjölfarið hefur blossað upp umræða um þá styrki sem landsbyggðarþingmenn fá, jafnvel þótt þeir búi á höfuðborgarsvæðinu eins og í tilfelli Eyjólfs.

All­ir þing­menn lands­byggðar­kjör­dæm­anna fá greidd­ar 185.500 krón­ur á mánuði í hús­næðis- og dval­ar­kostnað, jafnvel þótt þeir séu búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Ragna bendir þó á að landsbyggðarþingmenn búsettir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt sér þennan styrk til þess að greiða fyrir hótelgistingu og ferðakostnað í kjördæminu sínu, ef þeir eru að sinna því. Það sé svo kjósendanna að úrskurða um störf þingmanna.

Greiðslur vegna hús­næðis- og dval­ar­kostnaðar og ferðakostnaðar eru fram­tals­skyld­ar, en ekki skatt­skyld­ar.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi en …
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi en hún býr í Garðabæ.

Fá styrki fyrir bílaleigubíl

Lögin um þingfararkaup og þingfararkostnað eru frá árinu 1995. Ragna segir að árið 2016 hafi þingfarakostnaðargreiðslur verið lækkaðar og þær staðið í stað frá þeim tíma fram til ársins 2021.

Síðan þá hafa þingfarakostnaðargreiðslurnar hækkað í samræmi við vísitölu neysluverðs.

Allir þingmenn fá fastan ferðakostnað upp á 41.500 krónur á mánuði, fastan starfskostnað upp á 55.400 krónur og svo geta landsbyggðarþingmenn sem fara að jafnaði milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann fengið endurgreiddan ferðakostnað auk þess að fá þriðjung af húsnæðis- og dvalarstyrknum.

Þeir landsbyggðarþingmenn sem ferðast heim í sitt kjördæmi í lok vinnudags og þeir sem koma í borgina með flugi geta fengið bílaleigubíl á vegum Alþingis.

Kostnaður við bílaleigubíl getur numið vel yfir milljón krónum á ári á hvern þann þingmann sem nýtir sér það.

Má eflaust einfalda lögin

Þingmaður sem á heim­ili utan höfuðborg­ar­svæðis og þigg­ur greiðslur fyr­ir dag­leg­ar ferðir milli heim­il­is og Reykja­vík­ur um þing­tím­ann fær greidd­an rúm­lega þriðjung hús­næðis- og dval­ar­kostnaðar, eða 68.800 krón­ur mánaðarlega.

Ef þannig hátt­ar til að þingmaður sem á aðal­heim­ili utan höfuðborg­ar­svæðis haldi annað heim­ili í Reykja­vík get­ur hann skv. regl­um Alþing­is óskað eft­ir að fá greidd­ar 74.200 krón­ur á mánuði vegna þess.

Væri ekki bara hægt að hækka laun þingmanna í stað þess að vera með allar þessar mismunandi kostnaðargreiðslur sem gera það að verkum að þetta er ekki alltaf augljóst almenningi?

„Það má örugglega skoða einhverja þætti og einfalda þá en það hefur nú ekki verið mjög auðsótt að hækka þingfararkaupið og það hefur verið gripið inn í nokkrum sinnum til þess að það taki ekki þeim hækkunum sem var búið að reikna út að ættu að taka. Þannig ég veit ekki alveg hvernig það myndi fúnkera,” segir Ragna en bætir þó við að á síðasta kjörtímabili hafi verið einhver vinna sem laut að því að skoða þessar reglur.

mbl.is