Finnur Pind keypti einstakt raðhús í Fossvogi

Heimili | 10. janúar 2025

Finnur Pind keypti einstakt raðhús í Fossvogi

Finnur Kári Pind Jörgensen, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Treble Technologies, hefur fest kaup á raðhúsi í Fossvogi ásamt eiginkonu sinni, Birgittu Lind Vilhjálmsdóttur næringar- og matvælafræðingi. Húsið sem hjónin keyptu er við Giljaland 13 og vakti það athygli þegar það var auglýst til sölu.

Finnur Pind keypti einstakt raðhús í Fossvogi

Heimili | 10. janúar 2025

Finn­ur Pind, stofn­andi og fram­kvæmd­astjóri Treble.
Finn­ur Pind, stofn­andi og fram­kvæmd­astjóri Treble. Ljósmynd/Eygló

Finnur Kári Pind Jörgensen, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Treble Technologies, hefur fest kaup á raðhúsi í Fossvogi ásamt eiginkonu sinni, Birgittu Lind Vilhjálmsdóttur næringar- og matvælafræðingi. Húsið sem hjónin keyptu er við Giljaland 13 og vakti það athygli þegar það var auglýst til sölu.

Finnur Kári Pind Jörgensen, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Treble Technologies, hefur fest kaup á raðhúsi í Fossvogi ásamt eiginkonu sinni, Birgittu Lind Vilhjálmsdóttur næringar- og matvælafræðingi. Húsið sem hjónin keyptu er við Giljaland 13 og vakti það athygli þegar það var auglýst til sölu.

Raðhúsið er 235,7 fm að stærð og var reist 1968. Húsið er á pöllum og afar smekklega innréttað. 

Eld­húsið í húsinu snýr í norður og hef­ur að geyma hvíta sprautulakkaða eld­hús­inn­rétt­ingu með dökk­um borðplöt­um. Á ein­um veggn­um í eld­hús­inu eru flís­ar með fiski­beinamunstri sem set­ur svip á rýmið. Á veggn­um er bæði vifta og vegg­ljós sem búa til ný­tísku­legt yf­ir­bragð.

Í eld­hús­inu er gam­aldags borðkrók­ur með hring­laga borði.

Á pall­in­um fyr­ir ofan eld­húsið er stofa með stór­um glugg­um sem snúa í suður. Í stof­unni er sér­stak­ur bóka­hillu­vegg­ur sem er bæði hægt að nota und­ir bæk­ur en líka und­ir skraut­muni.

Finnur og Birgitta keyptu húsið af Narfa Þorsteini Snorrasyni og Svövu Þorleifsdóttur og greiddu 172.000.000 kr. fyrir það. 

Smartland óskar Finni og Birgittu til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is