Hverjir muna ekki eftir Café Kaju, eina lífrænt vottaða kaffihúsi landsins? Mikil eftirsjá er eftir þessu kaffihúsi sem staðsett var á Akranesi og margir sakna kræsinganna sem þar voru í boði en kaffihúsið lokaði haustið 2023.
Hverjir muna ekki eftir Café Kaju, eina lífrænt vottaða kaffihúsi landsins? Mikil eftirsjá er eftir þessu kaffihúsi sem staðsett var á Akranesi og margir sakna kræsinganna sem þar voru í boði en kaffihúsið lokaði haustið 2023.
Hverjir muna ekki eftir Café Kaju, eina lífrænt vottaða kaffihúsi landsins? Mikil eftirsjá er eftir þessu kaffihúsi sem staðsett var á Akranesi og margir sakna kræsinganna sem þar voru í boði en kaffihúsið lokaði haustið 2023.
Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, konan bak við kaffihúsið er ekki af baki dottin og rekur Kaja Organic heildsöluna þar sem hún framleiðir Kaju-vörurnar sem eiga það allar sameiginlegt að vera lífrænt vottaðar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir ákveðnum vörum sem boðið var upp á á kaffihúsinu og Kaja hefur ákveðið að bregðast við.
„Nei, við erum ekki að fara að opna aftur en þess í stað er ætlunin að setja á markað nokkra af smellum kaffihússins, framleidda undir vörumerkinu Kaja,“ segir Kaja með bros á vör.
„Fyrsta varan er gútenlausa vöfflublandan okkar, en þessar vöfflur bökuðum við í bílförmum á Café Kaju. Glútenlausa vafflan var borin fram með frönsku súkkulaði og peru compote, þeyttum rjóma og dass af dökku agave-sírópi. Algjört gúmmulaði, þó að ég segi sjálf frá.“
Kaja segir að þessar vöfflur hafi slegið í gegn og blandan sé mjög góð. „Grunnurinn í vöfflublöndunni er lífrænt maísmjöl ásamt lífrænu physillium huski sem eru ákaflega góðar trefjar sem binda blönduna saman. Vöfflurnar eru stökkar og frekar hlutlausar á bragðið og henta því með alls konar meðlæti, meira að segja smjöri og osti.“
Mjög einfalt er að vinna með vöfflublönduna og einungis þrjú hráefni þarf til.
Vöfflublandan er þegar komin á markað og fæst í Fjarðarkaupum, Melabúðinni, verslunum Hagkaups og væntanleg í Nettó.
Glútenlausar vöfflur Kaju
Aðferð: