Gómsætar glútenlausar vöfflur frá Kaju

Uppskriftir | 10. janúar 2025

Gómsætar glútenlausar vöfflur frá Kaju

Hverjir muna ekki eftir Café Kaju, eina lífrænt vottaða kaffihúsi landsins? Mikil eftirsjá er eftir þessu kaffihúsi sem staðsett var á Akranesi og margir sakna kræsinganna sem þar voru í boði en kaffihúsið lokaði haustið 2023.

Gómsætar glútenlausar vöfflur frá Kaju

Uppskriftir | 10. janúar 2025

Karen Jónsdóttir frumkvöðull, alla jafna kölluð Kaja, er komin með …
Karen Jónsdóttir frumkvöðull, alla jafna kölluð Kaja, er komin með lífrænt vottaða og glútenlaust vöffludeig á markað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hverj­ir muna ekki eft­ir Café Kaju, eina líf­rænt vottaða kaffi­húsi lands­ins? Mik­il eft­ir­sjá er eft­ir þessu kaffi­húsi sem staðsett var á Akra­nesi og marg­ir sakna kræs­ing­anna sem þar voru í boði en kaffi­húsið lokaði haustið 2023.

Hverj­ir muna ekki eft­ir Café Kaju, eina líf­rænt vottaða kaffi­húsi lands­ins? Mik­il eft­ir­sjá er eft­ir þessu kaffi­húsi sem staðsett var á Akra­nesi og marg­ir sakna kræs­ing­anna sem þar voru í boði en kaffi­húsið lokaði haustið 2023.

Kar­en Jóns­dótt­ir, alla jafna kölluð Kaja, kon­an bak við kaffi­húsið er ekki af baki dott­in og rek­ur Kaja Org­anic heild­söl­una þar sem hún fram­leiðir Kaju-vör­urn­ar sem eiga það all­ar sam­eig­in­legt að vera líf­rænt vottaðar. Mik­il eft­ir­spurn hef­ur verið eft­ir ákveðnum vör­um sem boðið var upp á á kaffi­hús­inu og Kaja hef­ur ákveðið að bregðast við.

„Nei, við erum ekki að fara að opna aft­ur en þess í stað er ætl­un­in að setja á markað nokkra af smell­um kaffi­húss­ins, fram­leidda und­ir vörumerk­inu Kaja,“ seg­ir Kaja með bros á vör.

„Fyrsta var­an er gút­en­lausa vöfflu­bland­an okk­ar, en þess­ar vöffl­ur bökuðum við í bíl­förm­um á Café Kaju. Glút­en­lausa vaffl­an var bor­in fram með frönsku súkkulaði og peru compote, þeytt­um rjóma og dass af dökku aga­ve-sírópi. Al­gjört gúmm­ulaði, þó að ég segi sjálf frá.“

Stökk­ar og hlut­laus­ar á bragði

Kaja seg­ir að þess­ar vöffl­ur hafi slegið í gegn og bland­an sé mjög góð. „Grunn­ur­inn í vöfflu­blönd­unni er líf­rænt maísmjöl ásamt líf­rænu physilli­um huski sem eru ákaf­lega góðar trefjar sem binda blönd­una sam­an. Vöffl­urn­ar eru stökk­ar og frek­ar hlut­laus­ar á bragðið og henta því með alls kon­ar meðlæti, meira að segja smjöri og osti.“

Mjög ein­falt er að vinna með vöfflu­blönd­una og ein­ung­is þrjú hrá­efni þarf til.

Vöfflu­bland­an er þegar kom­in á markað og fæst í Fjarðar­kaup­um, Mela­búðinni, versl­un­um Hag­kaups og vænt­an­leg í Nettó.

Glútenlausu vöfflurnar hennar Kaju hafa notið mikilla vinsælda gegnum tíðina. …
Glút­en­lausu vöffl­urn­ar henn­ar Kaju hafa notið mik­illa vin­sælda gegn­um tíðina. Góm­sæt­ar með öllu sem hug­ur­inn girn­ist. Ljós­mynd/​Kaja

Glút­en­laus­ar vöffl­ur Kaju

  • Vöfflu­blanda Kaju
  • 1 l sóda­vatn
  • 2 egg
  • 2-3 msk. olía

Aðferð:

  1. Sett í bland­ara í um það bil 1 mín­útu.
  2. Látið standa í um það bil 5-10 mín­út­ur.
  3. Þá er deigið klárt til að baka í vöfflu­járn­inu.
  4. Berið fram með því sem ykk­ur þykir best.
mbl.is