Í það minnsta tíu manns eru látnir í gróðureldunum skæðu í Los Angeles og hafa yfir 180 þúsund manns verið fluttar á brott vegna þeirra.
Í það minnsta tíu manns eru látnir í gróðureldunum skæðu í Los Angeles og hafa yfir 180 þúsund manns verið fluttar á brott vegna þeirra.
Í það minnsta tíu manns eru látnir í gróðureldunum skæðu í Los Angeles og hafa yfir 180 þúsund manns verið fluttar á brott vegna þeirra.
Mörg þúsund hús og byggingar hafa orðið eldunum að bráð og óttast Robert Luna, sýslumaður í Los Angeles-sýslu að tala látinna eigi eftir að hækka.
„Augljós spurning er hvort ég haldi að tala látinna eigi eftir að hækka. Ég bið að svo verði ekki en miðað við eyðilegginguna þar sem engu er líkara en að kjarnorkusprengja hafi lent á sumum svæðum þá er ég kvíðinn,“ sagði Luna við fréttamenn.
Yfir 9 þúsund heimili, fyrirtæki og aðrar byggingar hafa skemmst eða eyðilagst vegna Palisades og Eaton-eldanna í Los Angeles.
Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 820 ferkílómetra en slökkviliðsmönnum hefur gengið illa að ráða við stærstu eldana. Mikill vindur hefur torveldað slökkvistarf en vind hefur heldur lægt sem gerir það af verkum að hægt er að notast við þyrlur.
Enn eru eldar á fimm svæðum, Palisades, Eaton, Kenneth, Hurst og Lidia. Yfirvöld í Kaliforníu segja að 4.700 slökkviliðsmenn séu að störfum og þá hefur verið gripið til þess ráðs að fá 800 fanga til að taka þátt í björgunarstörfum.