Hlýjasta ár sögunnar

Loftslagsvá | 10. janúar 2025

Hlýjasta ár sögunnar

Árið 2024 var hlýjasta ár sögunnar síðan mælingar hófust og fyrsta árið þar sem meðalhiti er 1,5 gráðu hærri en hann var fyrir iðnbyltingu. Þá er losun gróðurhúsalofttegunda meginorsök mikils loft- og sjávarhita, en aðrir þættir eins og El Nino-veðurfarssveiflan lagði einnig til óvenjumikils hita á síðasta ári.

Hlýjasta ár sögunnar

Loftslagsvá | 10. janúar 2025

Aldrei hefur hnattrænn meðalhiti verið eins hár og nú.
Aldrei hefur hnattrænn meðalhiti verið eins hár og nú. AFP

Árið 2024 var hlýj­asta ár sög­unn­ar síðan mæl­ing­ar hóf­ust og fyrsta árið þar sem meðal­hiti er 1,5 gráðu hærri en hann var fyr­ir iðnbylt­ingu. Þá er los­un gróður­húsaloft­teg­unda meg­in­or­sök mik­ils loft- og sjáv­ar­hita, en aðrir þætt­ir eins og El Nino-veðurfars­sveifl­an lagði einnig til óvenju­mik­ils hita á síðasta ári.

Árið 2024 var hlýj­asta ár sög­unn­ar síðan mæl­ing­ar hóf­ust og fyrsta árið þar sem meðal­hiti er 1,5 gráðu hærri en hann var fyr­ir iðnbylt­ingu. Þá er los­un gróður­húsaloft­teg­unda meg­in­or­sök mik­ils loft- og sjáv­ar­hita, en aðrir þætt­ir eins og El Nino-veðurfars­sveifl­an lagði einnig til óvenju­mik­ils hita á síðasta ári.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu veðurfarsþjón­ustu Kópernikus (C3S), sem er stofn­un á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins en er rek­in af Reikni­setri evr­ópskra veður­stofa (ECMWF). Greint er frá mál­inu á vef Veður­stofu Íslands.

22. júlí 2024 heit­asti dag­ur sög­unn­ar

Árið 2023 var einnig metár frá upp­hafi mæl­inga, sem ná aft­ur til 1850. Á síðasta ári mæld­ist hnatrænn meðal­hiti þó 0,12 gráðum hærri og var metið því slegið að nýju.

Heit­asti dag­ur sög­unn­ar var þann 22. júlí 2024 þegar hnatt­rænn meðal­hiti mæld­ist 17,16 gráður.

Yf­ir­borðshiti sjáv­ar aldrei verið hærri

Einnig er greint frá því að yf­ir­borðshiti sjáv­ar hafi nú aldrei verið hærri og var, utan heim­skauta­svæða, að meðaltali 20,87 sem er 0,51 °C yfir meðaltali ár­anna 1991 – 2020.

Á meðal annarra markverðra atriða má nefna að í Evr­ópu hafi meðal­hit­inn árið 2024 verið 10,69 gráður sem er 1,47° yfir meðaltali ár­anna 1991 – 2020 og 0,28°C heit­ara en 2020 sem var síðasta metár í Evr­ópu.

mbl.is