Hóflega bjartsýn á að samningar náist

Kjaraviðræður | 10. janúar 2025

Hóflega bjartsýn á að samningar náist

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, ætlar að leyfa sér að vera hóflega bjartsýn á það að samningar náist í kjaraviðræðum kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga. Ef samningar nást ekki fyrir 1. febrúar þá hefjast verk­fallsaðgerðir kenn­ara.

Hóflega bjartsýn á að samningar náist

Kjaraviðræður | 10. janúar 2025

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, getur engu svarað um …
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, getur engu svarað um það hvort að það komi til greina af hálfu stjórnvalda að stíga inn í viðræðurnar. mbl.is/Karítas

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, ætlar að leyfa sér að vera hóflega bjartsýn á það að samningar náist í kjaraviðræðum kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga. Ef samningar nást ekki fyrir 1. febrúar þá hefjast verk­fallsaðgerðir kenn­ara.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, ætlar að leyfa sér að vera hóflega bjartsýn á það að samningar náist í kjaraviðræðum kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga. Ef samningar nást ekki fyrir 1. febrúar þá hefjast verk­fallsaðgerðir kenn­ara.

„Þetta er náttúrulega bara í höndum samningsaðila eins og er, þannig það er rosalega erfitt fyrir mig að tjá mig um eitt eða neitt eins og staðan er. En ég ætla að leyfa mér að vera hóflega bjartsýn á að þau nái saman í tæka tíð vegna þess að það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Ásthildur í samtali við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum í morgun.

Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari sagði í sam­tali við mbl.is á miðvikudaginn að það væri ýkjukennt að segja að viðræður væru „í rífandi gangi.“

Ríkisstjórnin þyrfti að taka afstöðu um inngrip

Í lok nóvember skrifuðu deiluaðilar undir rammasamkomulag um hvernig ætti að standa að frágangi kjarasamnings við Kennarasamband Íslands og vegferðina þangað. Þá var verkföllum frestað út janúar.

Þá voru einnig tryggð tvö atriði í samningnum sem kennarar lögðu áherslu á. Annars vegar að á árinu 2025 verði tekið skref í átt að jöfnun launa á milli markaða og launatöfluauki var fastsettur.

Ásthildur segir að vel sé fylgst með framgangi viðræðnanna en tekur skýrt fram að þetta sé ekki í höndum stjórnvalda.

Kemur til greina að stíga inn í viðræðurnar?

„Það er eitthvað sem ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þegar þar að kemur. Ég get engu svarað um það,“ segir Ásthildur.

Verkföll í yfir tuttugu skólum

Náist samningar ekki fyrir lok þessa mánaðar hefjast verkföll að nýju í fjórum leikskólum þar sem ótímabundnum verkföllum var frestað. Ótímabundin verkföll höfðu verið samþykkt í tíu leikskólum til viðbótar og áttu þau að hefjast 10. desember. Gera má ráð fyrir því að þau skelli einnig á þann 1. febrúar, verði ekki samið, og að leikskólakennarar á samtals fjórtán leikskólum fari þá í verkföll.

Einnig höfðu verið samþykkt verkföll í fjórum grunnskólum, frá og með 6. janúar, sem má gera ráð fyrir að skelli á í febrúar. Tímabundnum verkföllum í þremur grunnskólum, sem frestað var í nóvember, verður einnig haldið áfram. Verkföll hefjast því í sjö grunnskólum þann 1. febrúar.

Ekki hefur farið fram atkvæðagreiðsla um frekari verkfallsaðgerðir framhaldsskólakennara, en formaður Kennarasambands Íslands hefur sagt að umræða um þátttöku þeirra standi yfir innan félagsins.

mbl.is