Íslenska „speglahótelið“ við Heklu vekur heimsathygli

Á ferðalagi | 10. janúar 2025

Íslenska „speglahótelið“ við Heklu vekur heimsathygli

Ísland heldur áfram að vera vinsæll ferðamannastaður. Svona byrjar grein á ferðavefnum Travel & Leisure og heldur áfram með: „Litla eyþjóðin átti metár í ferðaþjónustu 2024 með næstum 2,4 milljónum gesta.“

Íslenska „speglahótelið“ við Heklu vekur heimsathygli

Á ferðalagi | 10. janúar 2025

Samsett mynd/Instagram

Ísland heldur áfram að vera vinsæll ferðamannastaður. Svona byrjar grein á ferðavefnum Travel & Leisure og heldur áfram með: „Litla eyþjóðin átti metár í ferðaþjónustu 2024 með næstum 2,4 milljónum gesta.“

Ísland heldur áfram að vera vinsæll ferðamannastaður. Svona byrjar grein á ferðavefnum Travel & Leisure og heldur áfram með: „Litla eyþjóðin átti metár í ferðaþjónustu 2024 með næstum 2,4 milljónum gesta.“

Það er þó ekki fjöldi ferðamanna á Íslandi sem er aðalumfjöllunarefni greinarinnar heldur nýja lúxusathvarfið við rætur Heklu, ÖÖD Hekla Horizon, sem opnar á þessu ári.

Hótelið samanstendur af sjö speglahúsum sem ætlað er að vera nær ósýnileg í landslaginu og tryggja óhindrað útsýni gesta sem þar dvelja.

Dvöl í húsunum gefur aðgang að heitum potti og gufubaði og sum hver eru með einkaútgáfu af slíkum munaði. Þá er hægt að njóta norðurljósanna í hlýjunni innandyra í svokallaðri „norðurljósastofu“.

Andreas Tiik, einn stofnenda ÖÖD ásamt bróður sínum Jaak og Íslendingunum Arnari Jónssyni og Ingibjörgu Jakobsdóttur, segir í viðtali við Travel & Leisure að frá upphafi hafi verið einblínt á að gera hlutina öðruvísi. 

Tiik-bræðurnir hafa hannað og reist sambærileg speglahótel víðs vegar um heiminn.

„Markmið okkar með ÖÖD Hekla Horizon var að hanna framúrskarandi norðurljósahótel þar sem gestir geta notið norðurljósanna og hins merkilega fjalls Heklu úr rúminu, heita pottinum eða norðurljósastofunni.“

Þá er tekið fram í greininni að um þessar mundir sé virkni norðurljósanna að ná ellefu ára hámarki. Einnig sé hægt að njóta umhverfisins og heimsækja nærliggjandi svæði; keyra upp á hálendið eða skoða Háa-, Seljalands- og Skógafoss.

Travel & Leisure

mbl.is