Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins fór fram helgina 4.–5. janúar 2025 í Grósku, þar sem háskólanemar frá landinu öllu komu saman til að þróa nýsköpunarhugmyndir og leysa áskoranir frá nokkrum bakhjörlum Gulleggsins. Fyrsta helgi ársins sannaði að ungt fólk er tilbúið í áskoranir nýs árs, enda mættu þátttakendur fullir orku og sköpunargleði til að takast á við krefjandi verkefni.
Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins fór fram helgina 4.–5. janúar 2025 í Grósku, þar sem háskólanemar frá landinu öllu komu saman til að þróa nýsköpunarhugmyndir og leysa áskoranir frá nokkrum bakhjörlum Gulleggsins. Fyrsta helgi ársins sannaði að ungt fólk er tilbúið í áskoranir nýs árs, enda mættu þátttakendur fullir orku og sköpunargleði til að takast á við krefjandi verkefni.
Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins fór fram helgina 4.–5. janúar 2025 í Grósku, þar sem háskólanemar frá landinu öllu komu saman til að þróa nýsköpunarhugmyndir og leysa áskoranir frá nokkrum bakhjörlum Gulleggsins. Fyrsta helgi ársins sannaði að ungt fólk er tilbúið í áskoranir nýs árs, enda mættu þátttakendur fullir orku og sköpunargleði til að takast á við krefjandi verkefni.
Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins er hluti af undirbúningi fyrir Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, sem haldin verður 14. febrúar 2025 í Grósku. Viðburðurinn markaði öfluga byrjun á nýsköpunarári þar sem ungt fólk sýndi fram á óþrjótandi sköpunarkraft og metnað til að móta framtíð íslensks atvinnulífs
Áskoranir viðburðarins voru eftirfarandi:
„Það er ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir þessa frumkvöðla að fá að spreyta sig á raunverulegum áskorunum stórra og flottra fyrirtækja eins og þeirra sem tóku þátt í þessu verkefni með okkur um helgina, ekki síst fyrir tengslanetið, að fá að leysa verkefnin að hluta með fyrirtækjunum sjálfum,” segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups.
Sigurvegari Hugmyndahraðhlaupsins var teymið Samvís, sem þróaði vefsíðu sem brúar bilið milli vísinda og samfélags. Lausnin nýtir gervigreind til að gera vísindagögn aðgengilegri og notendavænni, sem auðveldar upplýsta ákvarðanatöku og eykur sýnileika rannsókna.
Sérstök verðlaun fengu svo Reddessu og Orku Kötturinn.