Smávægileg seinkun hefur verið á vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum vegna tafa í viðgerðum á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Gert er ráð fyrir að viðgerðum ljúki á mánudag og að haldið verði til mælinga á þriðjudag.
Smávægileg seinkun hefur verið á vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum vegna tafa í viðgerðum á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Gert er ráð fyrir að viðgerðum ljúki á mánudag og að haldið verði til mælinga á þriðjudag.
Smávægileg seinkun hefur verið á vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum vegna tafa í viðgerðum á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Gert er ráð fyrir að viðgerðum ljúki á mánudag og að haldið verði til mælinga á þriðjudag.
Þetta upplýsir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
„Þá verður byrjað á kvörðun bergmálsmæla líklegast fyrir austan miðað við veðurspár, og hann [Árni Friðriksson] verði þá kominn á miðin á fimmtudag/föstudag. Þrjú veiðiskip munu jafnframt verða með í mælingunum. Þau eru á kolmunnaveiðum núna en munu skila sér til löndunar fljótlega og í kvörðun á mælum. Þau fara svo líka af stað seinni hluta næstu viku í loðnu, þetta eru Heimaey, Polar Ammassak og líklegast Aðalsteinn Jónsson. Auðvitað er þetta allt háð veðri en við áætlum að yfirferðin gæti tekið um viku,“ segir hann.
Af þessum skipum munu þau sem landa á næstu dögum á Austurlandi sigla eftir leiðarlínum fyrir austan land. Línurnar hafa verið teiknaðar af Hafrannsóknastofnun til að kanna syðri hluta austursvæðisins á skipulagðan hátt með tilliti til loðnu, að sögn Guðmundar.
Hafrannsóknastofnun gaf síðastliðið haust út raðgjöf um engar loðnuveiðar þennan veturinn og vísaði til þess að ekki hafi fundist næg loðna í haustleiðangrinum til að réttlæta veiðar.
Ákveðið var, af frumkvæði útgerða og í samstarfi við stofnunina, að fara í könnunarleiðangur í byrjun desember. Hélt Aðalsteinn Jónsson SU til loðnuleitar, en allt kom fyrir ekki því mjög lítið sást til loðnu í leiðangrinum.
Mikið er undir því stök loðnuvertíð getur skilað nokkra tugi milljarða króna í útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. Eru bundnar vonir við að vetrarmælingin sýni fram á næga loðnu til að réttlæta endurkskoðun ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar.