22 handteknir og rannsókn á upptökum hafin

Gróðureldar í Los Angeles | 11. janúar 2025

22 handteknir og rannsókn á upptökum hafin

Yfirvöld í Los Angeles í Kaliforníu hafa fyrirskipað 166 þúsund manns í LA-sýslu að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra gróðurelda. Þá hefur verið sett útgöngubann.

22 handteknir og rannsókn á upptökum hafin

Gróðureldar í Los Angeles | 11. janúar 2025

Bílar viðbragðsaðila við Mulholland Drive.
Bílar viðbragðsaðila við Mulholland Drive. AFP

Yfirvöld í Los Angeles í Kaliforníu hafa fyrirskipað 166 þúsund manns í LA-sýslu að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra gróðurelda. Þá hefur verið sett útgöngubann.

Yfirvöld í Los Angeles í Kaliforníu hafa fyrirskipað 166 þúsund manns í LA-sýslu að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra gróðurelda. Þá hefur verið sett útgöngubann.

700 starfsmenn á vegum lögreglunnar eru í þessu að aðstoða fólk við að yfirgefa heimili sín.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Los Angeles. Þar segir að í heild hafi 166 þúsund manns verið gert að yfirgefa heimili sín og fara í neyðarskýli. Býr það fólk í um 53 þúsund hýbýlum. Um 7000 byggingar hafa eyðilagst í eldunum.

22 hafa verið handteknir fyrir að brjóta útgöngubann.
22 hafa verið handteknir fyrir að brjóta útgöngubann. AFP

Robert Luna, lögreglustjóri í Los Angeles, hefur óskað eftir því að fram fari rannsókn á upphafi þeirra gróðurelda sem geisa nú í borginni. Ekkert hefur þó komið fram sem gefur til kynna að um íkveikju sé að ræða. Ellefu hafa látist en þrettán er saknað.

Sett hefur verið á útgöngubann á þeim svæðum þar sem mestu eldarnir geisa og á þriðja tug hafa verið handteknir fyrir gripdeild. Þá hefur lögregla einnig hótað að handtaka fólk sem sinnir ekki útgöngubanni sem ríkir frá sex á kvöldin til sex á morgnana. 

mbl.is