Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, verður aldrei aukaleikari í pólitík, að mati Oddnýjar Harðardóttur, fyrrverandi formanns flokksins.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, verður aldrei aukaleikari í pólitík, að mati Oddnýjar Harðardóttur, fyrrverandi formanns flokksins.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, verður aldrei aukaleikari í pólitík, að mati Oddnýjar Harðardóttur, fyrrverandi formanns flokksins.
„Ég hef fréttir að færa! Dagur B. Eggertsson verður aldrei aukaleikari á hinu pólitíska sviði. Reynsla hans, þekking og hæfni í stjórnmálum er meiri en svo,“ segir Oddný í færslu á Facebook.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, kallaði Dag aukaleikara í skilaboðum til kjósanda fyrir alþingiskosningarnar síðustu. Virðist hún þannig ósammála formanninum fyrrverandi.
Sagði Kristrún einnig að Dagur myndi ekki verða ráðherra ef flokkurinn myndi fara í ríkisstjórn.
Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á þingflokksfundi flokksins á þriðjudaginn.
„Ég var alveg tilbúinn til þess að takast á við það verkefni að verða þingflokksformaður, ekki spurning um það, og gerði alveg ráð fyrir því. Þannig að ég fer til annarra verkefna,“ sagði Dagur í samtali við Morgunblaðið í vikunni.