Jarðvísindamenn hafa uppfært spálíkan um næsta eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í takti við það að síðasta gos kom nokkuð fyrr en spáð hafði verið. Eldgosið hófst 21. nóvember og var það um tveimur vikum fyrr en spáð hafði verið.
Jarðvísindamenn hafa uppfært spálíkan um næsta eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í takti við það að síðasta gos kom nokkuð fyrr en spáð hafði verið. Eldgosið hófst 21. nóvember og var það um tveimur vikum fyrr en spáð hafði verið.
Jarðvísindamenn hafa uppfært spálíkan um næsta eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í takti við það að síðasta gos kom nokkuð fyrr en spáð hafði verið. Eldgosið hófst 21. nóvember og var það um tveimur vikum fyrr en spáð hafði verið.
„Landrisið heldur áfram og viðburðurinn er í þróun,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Samkvæmt spálíkönum mun landrisið ná neðri vikmörkum um næstu mánaðamót en engu að síður er taldar meiri líkur á því að eldgos hefjist þegar eitthvað er liðið á febrúar.
„Við höfum uppfært spálíkönin okkar út frá síðasta viðburði því hann hófst aðeins fyrr en við höfum spáð. Allt hefur verið endurreiknað núna og við teljum líkanið betra núna. Við búumst við því að fara yfir neðri vikmörkin í lok janúar. En það eru meiri líkur á því að það verði aðeins seinna en við verðum komin upp á tærnar undir lok janúar,“ segir Jóhanna Malen.