Bandaríska kvikmyndaakademían hefur ákveðið að lengja um tvo daga þann tíma sem meðlimir hennar hafa til að greiða atkvæði um Óskarsverðlaunatilnefningar.
Bandaríska kvikmyndaakademían hefur ákveðið að lengja um tvo daga þann tíma sem meðlimir hennar hafa til að greiða atkvæði um Óskarsverðlaunatilnefningar.
Bandaríska kvikmyndaakademían hefur ákveðið að lengja um tvo daga þann tíma sem meðlimir hennar hafa til að greiða atkvæði um Óskarsverðlaunatilnefningar.
Er þetta viðbragð við þeim mannskæðu gróðureldum sem geisa í Los Angeles, en áætlað er að 6.000 af þeim 10.000 meðlimum sem tilheyra akademíunni búi á umræddu svæði.
Þessu greinir The Hollywood Reporter frá. Meðal þeirra leikara sem misst hafa heimili sín eru Jeff Bridges og Billy Crystal.
Fresturinn til að greiða atkvæði hefði átt að renna út á morgun en er framlengdur til 14. janúar. Það hefur þau áhrif að í stað þess að tilkynnt verði um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna föstudaginn 17. janúar verður það gert 19. janúar.
Varietygreindi í vikulok frá því að Jamie Lee Curtis hefði gefið 140 milljónir íslenskra króna til hjálparstarfs vegna eldanna.