Enginn fundur á dagskrá og stefnir í verkföll

Kjaraviðræður | 11. janúar 2025

Enginn fundur á dagskrá og stefnir í verkföll um mánaðamót

Ríkissáttasemjari hefur gert ótímabundið hlé á viðræðum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Enginn fundur er á dagskrá og verkföll hefjast að óbreyttu 1. febrúar.

Enginn fundur á dagskrá og stefnir í verkföll um mánaðamót

Kjaraviðræður | 11. janúar 2025

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur segir að enn sé langt á …
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur segir að enn sé langt á milli deiluaðila. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissáttasemjari hefur gert ótímabundið hlé á viðræðum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Enginn fundur er á dagskrá og verkföll hefjast að óbreyttu 1. febrúar.

Ríkissáttasemjari hefur gert ótímabundið hlé á viðræðum í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Enginn fundur er á dagskrá og verkföll hefjast að óbreyttu 1. febrúar.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir við mbl.is að enn sé langt milli aðila og að óbreyttu sé ekki efni til þess að sitja við kjarasamningsviðræður. Hann kveðst þó bjartsýnn um að deiluaðilar komist aftur að borðinu innan næstu 20 daga.

Deilan fjallar nú að sögn Ástráðs um hvernig hægt sé að finna úrlausn á kröfu kennara um að „jafna laun á milli markaða“ sem sé kjarni þeirrar deilu sem kennarar hafa átt um áraskeið. „Sú aðferðafræði sem hafði verið unnin eftir öll þau ár var ekki að gefa mikinn árangur,“ segir Ástráður.

„Jöfnun launa milli markaða“

Í lok nóv­em­ber ákvað sáttasemjari að prófa nýja leið í viðræðunum. Þá skrifuðu deiluaðilar und­ir ramma­sam­komu­lag um hvernig ætti að standa að frá­gangi kjara­samn­ings við Kennarasam­band Íslands og veg­ferðina þangað. Þá var verk­föll­um frestað út janú­ar.

Þá voru einnig tryggð tvö atriði í samn­ingn­um sem kenn­ar­ar lögðu áherslu á. Ann­ars veg­ar að á ár­inu 2025 verði tekið skref í átt að jöfn­un launa á milli markaða og launa­töflu­auki var fast­sett­ur.

En það virðist ekki hafa skilað nægum árangri.

„Núna eftir áramótin hefur það komið á daginn smám saman að þrátt fyrir þetta er það þannig að enn er uppi ágreiningur um akkúrat þetta mál, jöfnun launa milli markaðar,“ segir hann.

Enn sé t.d. deilt um hvað skuli miða við þegar talað er um „jöfnun launa milli markaða“.

„Kennarar líta svo á að það sé eigi síður nauðsynlegt að gera breytingar á þeirra grunnkjörum á grundvöllum þeirrar aðferðar sem við höfum lengi reynt hér á Íslandi við að gera stórkostlegar breytingar á kjörum einstakra stétta, sem hefur að minnsta kosti gefist misjafnlega.“

Enn sé þó virk vinna í gangi við að finna lausn. Samningsaðilar fundi enn hver í sínu lagi við að finna lausn á þessari deilu.

mbl.is