Kynntu þingmálin fyrir stjórnarþingmönnum

Alþingi | 11. janúar 2025

Kynntu þingmálin fyrir stjórnarþingmönnum

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu fyrir þingmönnum í gær þau mál sem tekin verða fyrir þegar vorþing verður sett, líklega í lok mánaðar.

Kynntu þingmálin fyrir stjórnarþingmönnum

Alþingi | 11. janúar 2025

Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna funduðu í gær.
Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna funduðu í gær. mbl.is/Eyþór

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu fyrir þingmönnum í gær þau mál sem tekin verða fyrir þegar vorþing verður sett, líklega í lok mánaðar.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu fyrir þingmönnum í gær þau mál sem tekin verða fyrir þegar vorþing verður sett, líklega í lok mánaðar.

Þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna, Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins, áttu sameiginlega vinnufund á Þingvöllum í gær. Þing­menn, ráðherr­ar og starfs­menn flokk­anna tóku þátt í vinnufund­in­um.

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að ráðherrar hafi kynnt fyrir þingmönnum og starfsmönnum þau þingmál sem tekin verði fyrir þegar þingið kemur saman, sem verði vonandi í lok mánaðar.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is

Styttist í þetta allt

„Við í raun bara að fá kynningar frá ráðherrunum um hvaða mál þau hyggjast leggja fram á vorþingi. Og við vorum að gefa endurgjöf; hvað okkur þætti skipta máli og hvernig þetta lagðist í okkur, og bara að spyrja út í málin,“ segir Guðmundur Ari í samtali við mbl.is.

„Við vorum bara að stilla saman strengi,“ bætir þingmaðurinn við. Hann segir mikinn samhug ríkja um téð þingmál sem leggja á fram á vorþingi enda séu þau í anda stjórnarsáttmálans.

Guðmundur vill ekki gefa upp hver þau mál eru, þar sem þau eru enn í vinnslu. Þau komi þó fram í þingmálaskrá, sem er að venju kynnt í aðdraganda þingsetningarinnar. Hann vonar að þing verði sett í lok mánaðarins, en enn er beðið eftir því að Landskjörstjórn staðfesti niðurstöður kosninganna.

„Það styttist í þetta allt.“

mbl.is