Varnarmál í norðri munu fá meira vægi

Grænland | 11. janúar 2025

Varnarmál í norðri munu fá meira vægi

Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir Íslendinga þurfa að búa sig undir að varnarmál verði jafnvel enn ofar á baugi en þau eru nú.

Varnarmál í norðri munu fá meira vægi

Grænland | 11. janúar 2025

Carrin F. Patman.
Carrin F. Patman. mbl.is/Eyþór

Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir Íslendinga þurfa að búa sig undir að varnarmál verði jafnvel enn ofar á baugi en þau eru nú.

Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir Íslendinga þurfa að búa sig undir að varnarmál verði jafnvel enn ofar á baugi en þau eru nú.

„Það er mikilvægt að allir átti sig á því að rétt eins og Ísland er mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO hafa Bandaríkin og NATO úrslitaþýðingu fyrir öryggi Íslands.

Til lengri tíma litið tel ég að sú staða geti komið upp í heimsmálum að Íslendingar þurfi að gefa mikilvægi þessa enn meiri gaum en þeir hafa gert og leggja enn meira af mörkum,“ segir Patman í samtali við Morgunblaðið í dag.

Að ýmsu að hyggja

Þar er hún jafnframt spurð út í umræðu um Grænland eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti sýndi landinu áhuga.

Þá er Patman meðal annars spurð um áhuga kínverskra stjórnvalda á að styrkja stjórnmálasambandið við Ísland.

Svarar hún því þá til að ráðamenn í Kína vilji að Kína verði hið ráðandi heimsveldi. Að ýmsu sé að hyggja fyrir Íslendinga í þeim efnum.

mbl.is