„Ég spilaði á einhverju LPGA-móti í 47° stiga hita í eyðimörkinni,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.
„Ég spilaði á einhverju LPGA-móti í 47° stiga hita í eyðimörkinni,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.
„Ég spilaði á einhverju LPGA-móti í 47° stiga hita í eyðimörkinni,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.
Guðrún Brá, sem er þrítug, stendur á tímamótum á sínum ferli eftir að hafa tryggt sér takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á komandi keppnistímabili.
Guðrún Brá keppti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi árið 2017, sem er sú sterkasta í heimi, en mótið fór fram í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
„Ég skil ekki af hverju þetta mót var haldið á þessum tíma en ég man vel eftir því að ég var ekki komin með þá reynslu sem ég er með í dag,“ sagði Guðrún Brá.
„Þetta var algjört rugl að spila í 47° stiga hita. Ég gisti hjá konu sem ég þekkti og eftir hringinn hoppaði ég beint út í sundlaugina hjá henni. ,“ sagði Guðrún Brá meðal annars.