Appelsínusósan ljúfa

Uppskriftir | 12. janúar 2025

Appelsínusósan ljúfa

Hanna Thordarson birti uppskriftina að þessari ljúfu appelsínusósu á heimasíðu sinni en hún segir að sósan komi úr smiðju Vigfúsar.

Appelsínusósan ljúfa

Uppskriftir | 12. janúar 2025

Frábær appelsínusósa, einföld og góð og passar mjög vel með …
Frábær appelsínusósa, einföld og góð og passar mjög vel með önd. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Hanna Thor­d­ar­son birti upp­skrift­ina að þess­ari ljúfu app­el­sínusósu á heimasíðu sinni en hún seg­ir að sós­an komi úr smiðju Vig­fús­ar.

Hanna Thor­d­ar­son birti upp­skrift­ina að þess­ari ljúfu app­el­sínusósu á heimasíðu sinni en hún seg­ir að sós­an komi úr smiðju Vig­fús­ar.

„Sós­an er bæði ein­föld og sér­stak­lega góð. Hún á mjög vel við með anda­bring­um og er al­gjör­lega óhætt að mæla með henni með ýmsu kjöti.Hún er góð dag­inn eft­ir sama hvort hún er bor­in fram heit eða köld,“ seg­ir Hanna sem er afar ánægð með þessa afurð.

App­el­sínusósa

Fyr­ir 3-4

  • Safi úr 3 app­el­sín­um (2½ dl) – kjötið sigtað frá
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 tsk. kjöt­kraft­ur (t.d. andakraft­ur eða nautakraft­ur)
  • 2½ dl rjómi
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Vökvi, sem kem­ur af kjöti, eða ögn af andafitu ef hún er í boði, má sleppa

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sigta app­el­sínusaf­ann ofan í pott og látið suðuna koma upp.
  2. Mik­il­vægt er að láta sýruna sjóða vel úr en vegna upp­guf­un­ar minnk­ar magnið og saf­inn þykkn­ar aðeins. Það má gera ráð fyr­ir að vökvinn rýrni um helm­ing
  3. Blandið sojasósu, kjöt­krafti og rjóma sam­an við og látið suðuna koma upp.
  4. Sós­an er frek­ar þunn en þykkn­ar ef hún fær að malla aðeins.
  5. Þið sem viljið hafa sós­ur mjög þykk­ar getið sett sósu­jafn­ara út í, um það bil 1- 2 msk. og látið suðuna koma upp.
  6. Sós­an geym­ist ágæt­lega í lokuðu íláti í kæli.
mbl.is