Borgaryfirvöld höfnuðu beiðni íbúa í Vogabyggð um breytingar á skipulagi til að tryggja viðgang býflugna og annarra dýra í hverfinu. Var því eins farið með íbúana í Árksógum 7?
Borgaryfirvöld höfnuðu beiðni íbúa í Vogabyggð um breytingar á skipulagi til að tryggja viðgang býflugna og annarra dýra í hverfinu. Var því eins farið með íbúana í Árksógum 7?
Borgaryfirvöld höfnuðu beiðni íbúa í Vogabyggð um breytingar á skipulagi til að tryggja viðgang býflugna og annarra dýra í hverfinu. Var því eins farið með íbúana í Árksógum 7?
Þessari spurningu er varpað fram í viðtali á vettvangi Spursmála þar sem Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar situr fyrir svörum vegna hneykslisins sem birtist í risastóru iðnaðarhúsi sem risið er örfáa metra frá íbúðabyggð í Árskógum 7.
Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan en þau eru einnig rakin í textanum hér að neðan.
Ég ætla að taka eitt dæmi úr Vogabyggðinni þar sem verið er að reisa glæsilegt íbúðahverfi. Þar hafa verið mjög strangar kvaðir. Íbúar á jarðhæðum hafa óskað eftir því að sérafnotareitir séu þess eðlis að þeir geti notað þá 10 fermetra undri pall en þar hafa verið þær kvaðir að helmingurinn sé undir grænni torfu og þar af sé einn berjarunni inni á svæðinu. MEnn óskuðu eftir því að breyta þessu af því að þetta væri allt á bak við tréveggi og sæist ekki frá götumyndinni. En þið bara höfnuðuð þessu eins og hverju öðru röfli í fólki. Ég er hérna með eina litla mynd, að því er ég held frétt af Vísi, sem sýnir þetta. Þarna virðist þið vera reiðubúin að taka slag við fólk um minniháttarmál sem hafa engin áhrif nema á þá íbúa sem eru að biðja um breytingarnar en svo rís þarna 11.000 fermetra gímald, nánast inni á svölunum hjá fólki.
„Ég held að málið þarna sé þegar við erum að skipuleggja nýtt hverfi, iðnaðarhverfi eins og við gerðum með Vogabyggðina að þá er verið að huga að svo mörgu. Og þarna er hið frábæra útivistarsvæði við Elliðaárdalinn sem verður mikið notað af íbúunum og svo erum við með stefnu sem heitir líffræðilegur fjölbreytileiki. Þetta hljómar asnalega en þetta er samt ótrúlega mikilvægt þannig að einhversstaðar geti flugur og dýr og annað lifað inni á þéttingarreitum því það er bara grundvöllur svo margs. Þannig að það var verið að tryggja það að það væri einhver gróður sem myndi þræða sig í gegnum hverfið. Af því að fólk hefur þennan tendens að búa til pall og hafa þetta viðhaldslaust þannig að bara að blóm og býflugur myndu lifa af því það er bara grundvallaratriði fyrir lífið.“
Þannig að þið huguðuð að býflugum en ekki að íbúunum hjá Búseta.
„Já ég vissi að þú myndir segja þetta. Ég held að það sem þarna er að flækjast fyrir málinu öllu er eggið og hænan. ÞEssi heimild, þessi ákveðna starfsemi, þessi pæling með þessa atvinnustarfsemi er búin að vera svo lengi og svo verða þessar ítrekuðu breytingar þar sem verið er að laga þetta fram og til baka. Á meðan gerist þetta og þegar ég skoða þessi gögn, sem ég er búin að gera, ég er ekki með þessi gögn frá degi til dags, því ég er bara sviðsstjóri og þú getur líka fengið mig hingað til þess að ræða sorphirðu eða snjómokstur. En þegar ég skoða þessi gögn þá er eitthvað með það, og það sést á byggingunni sjálfri og nú ætla ég bara að vera einlæg. Það er eins og þetta sé ekki sett í samhengi. Við erum orðin vön þessu skipulagi sem er þarna og Búsetahúsin eru ekki einu sinni skrifuð inn á afstöðumyndina heldur er vegurinn, stofnbrautin og allt þetta umhverfi teiknað og svo kassinn sjálfur. Það hefur bara verið verið að breyta deiliskipulagi fyrir Búseta og horft á það svæði og svo er breytt fyrir skemmuna aftur og í staðinn fyrir að taka bara svæðið saman sem hefðu verið betri vinnubrögð, þó það sé ekkert í forminu sem er rangt við það, þú mátt breyta deiliskipulagi á lóðabasis, en við hefðum bara þurft að skoða þetta í samhengi,“ segir Ólöf.
En þarna var lengst af ekki hugmyndin að vera með skemmu með kjötvinnslu og hvaðeina, í fjórðungi eða þriðjungi hússins. Þarna var hugmyndin að yrði, eins og íbúum var kynnt að þarna yrði ýmiskonar fjölbreytt verslun og þjónusta. Þarna var á tímabili hugmynd að bílaumboðið Hekla kæmi og þá hefðu menn verið með glæsibifreiðar í stórum gluggum frá Volkswagen og Audi og hvað þetta heitir allt saman. Það er algjör eðlismunur á því sem íbúum var kynnt hvað þetta varðar og síðan að fara í að því er virðist risastórt vöruhús, þarna er kjötvinnsla og ég verð að viðurkenna því ég ek framhjá þessu húsi á hverjum einasta degi að ég fæ sömu tilfinningu við aksturinn fram hjá því og þegar ég ek framhjá álverinu í Straumsvík. Það er dálítið sérstakt inni á þessu viðkvæma svæði þar sem verið er að reisa húsnæði árið 2024.
„En það er kannski ekki það óhefðbundið þegar þú horfir á að þetta er umferðarþyngsta stofnæð borgarinnar, þú ert með Smiðjuveginn með öllu sínu atvinnuhúsnæði. Þú ert með prentsmiðjuna þína hér við hliðina sem er kannski ekki ósvipuð að einhverjum hluta.“
Hún er stórglæsileg. Hún er með sérstakri klæðningu sem sindrar á í kvöldsólinni. Það gerir það ekki með þetta hús þótt það sjáist frá tunglinu.
„Mér finnst raunar frá stofnbrautinni að þetta sleppi ágætlega en mér finnst þetta ekki í lagi gagnvart Búsetaíbúðunum. Við höfum átt frábært samstarf við Búseta í Reykjavík og munum eiga áfram og við munum finna einhverja leið til að laga þetta.“