Skjálftinn fannst í byggð

Ljósufjallakerfi | 12. janúar 2025

Skjálftinn fannst í byggð

Skjálftinn sem reið yfir í Ljósufjallakerfinu klukkan 17.19 síðdegis reyndist að öllum líkindum hafa verið 2,9 að stærð.

Skjálftinn fannst í byggð

Ljósufjallakerfi | 12. janúar 2025

Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi.
Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálftinn sem reið yfir í Ljósufjallakerfinu klukkan 17.19 síðdegis reyndist að öllum líkindum hafa verið 2,9 að stærð.

Skjálftinn sem reið yfir í Ljósufjallakerfinu klukkan 17.19 síðdegis reyndist að öllum líkindum hafa verið 2,9 að stærð.

Frá þessu segir Jó­hanna Malen Skúla­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stof­unni, í samtali við mbl.is.

Erfitt reyndist að staðfesta nákvæma mælingu á skjálftanum.

Segir hún að íbúar á Mýrum hafi haft samband við Veðurstofuna og látið vita að þeir hafi orðið skjálftans varir. Engar slíkar tilkynningar hafa borist frá Akranesi eða Borgarnesi.

Einn sá stærsti

Skjálft­inn, sem átti upp­tök sín skammt aust­ur af Grjótár­vatni í fjöll­un­um ofan við Mýr­ar í Borg­ar­f­irði, er einn sá stærsti frá upp­hafi mæl­inga á svæðinu.

Stærsti skjálft­inn fram til þessa var 3,2 að stærð og reið yfir að kvöldi 18. des­em­ber.

mbl.is