Þegar hjónabönd leysast upp hægt og rólega

Samskipti kynjanna | 12. janúar 2025

Þegar hjónabönd leysast upp hægt og rólega

Algengara er að hjónabönd leysist upp yfir langan tíma frekar en að það splundrist allt í einu segja fjölskyldulögfræðingar í umfjöllun The Stylist.

Þegar hjónabönd leysast upp hægt og rólega

Samskipti kynjanna | 12. janúar 2025

Ástin getur auðveldlega koðnað niður í ekki neitt.
Ástin getur auðveldlega koðnað niður í ekki neitt. Unsplash.com/KellySikkem

Algengara er að hjónabönd leysist upp yfir langan tíma frekar en að það splundrist allt í einu segja fjölskyldulögfræðingar í umfjöllun The Stylist.

Algengara er að hjónabönd leysist upp yfir langan tíma frekar en að það splundrist allt í einu segja fjölskyldulögfræðingar í umfjöllun The Stylist.

„Mín reynsla er sú að flest hjónabönd enda hægt og rólega sem kallast „slow burn“. Hjónaband er stór skuldbinding, tilfinningaleg og fjárhagsleg og flestir vilja láta á það reyna að bjarga því áður en þeir sleppa takinu. Sem skilnaðarlögfræðingur hef ég verið að hjálpa fólki að enda hjónaband sitt í tuttugu ár. Þetta er aldrei skyndihugdetta. Fólk hefur kannski verið að melta þetta í upp í tvö ár,“ segir Victoria Walker lögfræðingur.

Vilja ekki mæðra eiginmennina lengur

„Það eru margar ástæður fyrir endalokum hjónabands. Oftast snýst þetta um skort á sameiginlegum áhugamálum, ágreiningur vegna fjármála eða uppeldi barna, samskiptamáti of ólíkur eða þá að það vanti allan neista. Fyrir konur er það oftast andlegt álag sem fylgir því að sjá um allt utanumhald. Þegar báðir aðilar eru útivinnandi en konan þarf samt að sjá um allt. Þetta getur valdið togstreitu og ergelsi og konur eru að vakna til meðvitundar og veita í auknum mæli mótspyrnu við slíku fyrirkomulagi. Þá dvínar ástríðan ef konunni líður stöðugt eins og hún þurfi að mæðra eiginmanninn."

Karen Deulofeu er 43 ára fráskilin kona sem segir að það að eignast barn hafi breytt dínamíkinni í sambandinu og það hafi aldrei náð sér á strik eftir það. Þau þurftu að undirgangast frjósemisaðgerðir til þess að eignast barn. Hún var hæst ánægð þegar það tókst en eiginmaðurinn varð fjarlægari og átti erfitt með að tengjast barninu. Þau voru á haus að sinna barninu og alltaf dauðþreytt. Deulofeu hélt að þetta væri bara tímabil en á endanum gáfust þau upp.

Skömm að skilja

„Það getur einnig fylgt skömm að skilja. Stundum vegna menningarlegra ástæðna en stundum vegna þess að fólki finnst það hafa brugðist. Svo er það þægilegt að umturna ekki lífi sínu því óvissan getur valdið fólki skelfingu. Skilnaður getur þvingað okkur í nýjan heim þar sem allt er frábrugðið því sem við erum vön hvort sem það er félagslega eða fjárhagslega.“

"Fólk bregst við slíkum skilnuðum með ólíkum hætti. Sumir hafa kannski fengið tíma til þess að undirbúa sig andlega en það á ekki við í öllum tilvikum. Stundum sé auðveldara að geta bent á eitthvað eitt eins og til dæmis framhjáhald. Þá væri að minnsta kosti einhver áþreifanleg ástæða fyrir skilnaðinum frekar en einhver hæg hrörnun sambands."

„Ef maður vill skipta um kúrs þá er gagnlegt að byrja á því að meta hvað það var sem breyttist og hvað vantar í sambandið. Er það nándin eða samskiptahættir? Eða vantaði þetta allan tímann? Gott er að ræða hlutina opinskátt og leitast við að sækja aftur í þessa þætti sambands.“

mbl.is