Þetta er það sem tekur við af hlébarðamynstrinu

Fatastíllinn | 12. janúar 2025

Þetta er það sem tekur við af hlébarðamynstrinu

Það fór varla fram hjá neinum á síðasta ári hvaða mynstur var helst í tísku. Flíkur eða aðrir fylgihlutir í hlébarðamynstri voru til í nánast öllum verslunum og voru það bæði hátískumerki og ódýrari merki sem framleiddu föt úr mynstrinu. Þetta árið tekur annað við en það er sebramynstrið.

Þetta er það sem tekur við af hlébarðamynstrinu

Fatastíllinn | 12. janúar 2025

Ertu til í nýtt mynstur?
Ertu til í nýtt mynstur? Samsett mynd

Það fór varla fram hjá neinum á síðasta ári hvaða mynstur var helst í tísku. Flíkur eða aðrir fylgihlutir í hlébarðamynstri voru til í nánast öllum verslunum og voru það bæði hátískumerki og ódýrari merki sem framleiddu föt úr mynstrinu. Þetta árið tekur annað við en það er sebramynstrið.

Það fór varla fram hjá neinum á síðasta ári hvaða mynstur var helst í tísku. Flíkur eða aðrir fylgihlutir í hlébarðamynstri voru til í nánast öllum verslunum og voru það bæði hátískumerki og ódýrari merki sem framleiddu föt úr mynstrinu. Þetta árið tekur annað við en það er sebramynstrið.

Þau sem elska hlébarðamynstrið enn þá þurfa ekki að örvænta. Flíkur úr því mynstri eru í raun eins og svartur dragtarjakki, alltaf í tísku. En þegar þörfin er fyrir að endurnýja og bæta einhverju fersku við fataskápinn þá er sebramynstrið svarið.

Kápa frá Jacquemus.
Kápa frá Jacquemus. Ljósmynd/Instagram

Auðvelt að stílisera

Sebramynstrið er auðvelt. Það má byrja með litlu belti, tösku eða támjóum hælum en það er líka ákveðið statement að klæðast kápu í þessu mynstri. Það er auðvelt að para það við svartar, hvítar eða flíkur úr gallaefni. Það gengur líka vel upp með litum eins og rauðum eða skærari litum eins og neon-gulum. Stórstjörnur eins og Taylor Swift, Rihanna, Kendall Jenner og Rosie Huntington-Whiteley eru hrifnar og má því búast við að áhrif þeirra nái lengra á árinu.

Mynstrið sást líka á tískupöllunum hjá hönnuðum eins og Jacquemus og Roberto Cavalli. Þar voru pils, töskur og kápur í svarthvítu sebramynstri.

Það er stutt í að sebramynstur lendi í verslunum hér á landi þótt það sé ekki mikið til af því núna. Leyfum útsölunum að klárast og sjáum svo til.

Skór frá Jacquemus fyrir vor- og sumar 2025.
Skór frá Jacquemus fyrir vor- og sumar 2025. Ljósmynd/Instagram
Sebramynstraðar töskur verða víða. Þessi er úr vor- og sumarlínu …
Sebramynstraðar töskur verða víða. Þessi er úr vor- og sumarlínu Jacquemus fyrir árið 2025. Ljósmynd/Jacquemus
Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley klæðist pilsi frá Jacquemus.
Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley klæðist pilsi frá Jacquemus. Ljósmynd/Instagram
Kjóll úr rauðu og svörtu sebramynstri úr vor- og sumarlínu …
Kjóll úr rauðu og svörtu sebramynstri úr vor- og sumarlínu Roberto Cavalli fyrir árið 2025. Ljósmynd/Roberto Cavalli
Sebramynstraður toppur úr Zöru, 5.995 kr.
Sebramynstraður toppur úr Zöru, 5.995 kr.
Kjóll frá Cos í sebramynstri, 28.000 kr.
Kjóll frá Cos í sebramynstri, 28.000 kr.
mbl.is