Vara við hættulegum vindum í Los Angeles

Gróðureldar í Los Angeles | 12. janúar 2025

Vara við hættulegum vindum í Los Angeles

Bandarísk yfirvöld vara við miklum og hættulegum vindum sem gætu dreift gróðureldum lengra inn í íbúðarhverfi Los Angeles-borgar.

Vara við hættulegum vindum í Los Angeles

Gróðureldar í Los Angeles | 12. janúar 2025

Frá slökkvistarfi í gær.
Frá slökkvistarfi í gær. AFP/Patrick T. Fallon

Bandarísk yfirvöld vara við miklum og hættulegum vindum sem gætu dreift gróðureldum lengra inn í íbúðarhverfi Los Angeles-borgar.

Bandarísk yfirvöld vara við miklum og hættulegum vindum sem gætu dreift gróðureldum lengra inn í íbúðarhverfi Los Angeles-borgar.

Staðfest er að 16 manns hið minnsta hafi látist í eldunum sem geisað hafa í borginni. Heilu hverfin hafa brunnið og þúsundir orðið heimilislaus.

„Þetta er enn hættulegt“

Þrátt fyrir umfangsmikið slökkvistarf hafa Palisades-eldarnir haldið áfram að vaxa og breiðast út í austur í átt að Getty Center-listasafninu og norður í hinn þéttbýla San Fernando-dal.

„Vindarnir eru hugsanlega að verða hættulegir og sterkir á ný,“ segir Deanne Criswell, yfirmaður almannavarnarstofnunarinnar FEMA (Federal Emergency Management Agency) í viðtali við CNN.

„Það sem fólk þarf helst að vita er að þetta er enn hættulegt.“

Allt að 22 m/s í vindhviðum

Spáð var vindhviðum sem voru allt að 22 m/s á svæðinu í morgun. 

Átti að lægja eftir því sem liði á daginn og hvessa aftur í nótt, að sögn Bandarísku veðurstofunnar.

mbl.is