Ásdís segir formannsframboð ekki á dagskrá

Ásdís segir formannsframboð ekki á dagskrá

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir það ekki vera á dagskrá hjá sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún kveðst ekki hafa leitt hugann að framboði til varaformanns eða ritara á komandi landsfundi í lok febrúar.

Ásdís segir formannsframboð ekki á dagskrá

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 | 13. janúar 2025

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir það ekki vera á dagskrá hjá sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún kveðst ekki hafa leitt hugann að framboði til varaformanns eða ritara á komandi landsfundi í lok febrúar.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir það ekki vera á dagskrá hjá sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hún kveðst ekki hafa leitt hugann að framboði til varaformanns eða ritara á komandi landsfundi í lok febrúar.

Þetta segir hún í samtali við mbl.is.

Kemur til greina að þú bjóðir þig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum?

„Það er ekki á dagskrá hjá mér eins og sakir standa enda stór verkefni fram undan í Kópavogi sem ég vil leiða áfram,“ svarar Ásdís. 

Ekki íhugað framboð til varaformanns eða ritara

Miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins ákvað á fundi sín­um í há­deg­inu að breyta ekki dag­setn­ingu lands­fund­ar flokks­ins. Fer hann því fram dag­ana 28. fe­brú­ar til 2. mars.

Ásdís kveðst aðspurð ekki hafa leitt hugann að framboði til varaformanns eða ritara. 

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, til­kynnti 6. janú­ar að hann myndi ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri.

mbl.is