Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni tilkynna ákvörðun sína um hvort að hún bjóði sig fram til að leiða Sjálfstæðisflokkinn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni tilkynna ákvörðun sína um hvort að hún bjóði sig fram til að leiða Sjálfstæðisflokkinn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni tilkynna ákvörðun sína um hvort að hún bjóði sig fram til að leiða Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta segir hún í samtali við mbl.is.
„Ég hef ávallt lagt mikla áherslu á samtal við flokksmenn og mun taka ákvörðun fljótlega, en mun upplýsa um hana þegar hún liggur fyrir,“ segir Áslaug spurð um það hvort að hún muni bjóða sig fram til forystu á landsfundi flokksins.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í hádeginu að breyta ekki dagsetningu landsfundar flokksins. Fer hann því fram dagana 28. febrúar til 2. mars.
Áslaug hefur verið orðuð við formannsframboð á komandi landsfundi og sjálf hefur hún sagt að kominn sé tími á kynslóðaskipti í flokknum.
„Ég hef átt í samtölum við fjölda flokksmanna síðustu daga til að ræða komandi landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það er ljóst að nú þarf að leggja áherslu á að sameina flokkinn og skapa sterkt bakland fyrir þær áskoranir sem fram undan eru,“ segir Áslaug.