Atkvæði urðu innlyksa í Kópavogi

Alþingiskosningar 2024 | 13. janúar 2025

Atkvæði urðu innlyksa í Kópavogi

Á annan tug utankjörfundaratkvæða sem komið var á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir alþingiskosningar 30. nóvember var ekki skilað inn til talningar og voru þ.a.l. ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í kjördæminu.

Atkvæði urðu innlyksa í Kópavogi

Alþingiskosningar 2024 | 13. janúar 2025

Mögulegt er að utankjörfundaratkvæði, sem ekki bárust kjörstjórn í Suðvesturkjördæmi, …
Mögulegt er að utankjörfundaratkvæði, sem ekki bárust kjörstjórn í Suðvesturkjördæmi, hefðu getað haft áhrif á úrslitin. mbl.is/Eggert

Á annan tug utankjörfundaratkvæða sem komið var á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir alþingiskosningar 30. nóvember var ekki skilað inn til talningar og voru þ.a.l. ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í kjördæminu.

Á annan tug utankjörfundaratkvæða sem komið var á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir alþingiskosningar 30. nóvember var ekki skilað inn til talningar og voru þ.a.l. ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í kjördæminu.

Eins og fram hefur komið mátti litlu muna að hringekja í úthlutun uppbótarþingsæta færi af stað vegna þess hve litlu munaði á fylgi einstakra flokka í kjördæminu. Hin ótöldu atkvæði, ef talin hefðu verið, hefðu getað haft áhrif á hverjum hefði hlotnast síðasta kjördæmakosna þingsætið í Suðvesturkjördæmi, sem og úthlutun uppbótarþingsæta.

Í svari Pálma Þórs Mássonar bæjarritara Kópavogsbæjar við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að föstudaginn 29. nóvember hafi póstsending, sem innihélt m.a. 12-15 utankjörfundaratkvæði, verið skilin eftir í afgreiðslu Kópavogsbæjar án þess að starfsmenn bæjarins yrðu þess áskynja.

Uppgötvaðist eftir kosningar

„Málið uppgötvaðist mánudaginn 2. desember sl. þegar ný póstsending var móttekin. Atkvæðaumslögin sem um ræðir eru mörg hver að koma erlendis frá, sem og utan af landi. Til þess að sambærilegt tilvik geti ekki komið fyrir aftur hefur fyrirkomulagi móttöku póstsendinga til þjónustuvers Kópavogsbæjar verið breytt. Landskjörstjórn er upplýst um málið,“ segir í svarinu.

Ef atkvæði greidd utan kjörfundar komast ekki til yfirkjörstjórnar kjördæmisins á kjördag, verður ekki tekin afstaða til þeirra og því falla þau dauð.

Landskjörstjórn stefnir að því að skila inn áliti sínu um framkvæmd alþingiskosninganna í Suðvesturkjördæmi um miðja þessa viku, en framkvæmd kosninganna var kærð af fulltrúum Pírata og Framsóknarflokksins. Auk afstöðu til kærumálanna verður tekin afstaða til tveggja athugasemda, sem og til atkvæða sem ágreiningur hefur staðið um. Þetta staðfestir Kristín Edwald í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is