Ljósmynd af liðsmönnum slökkviliðs í borginni Chandler í Arizona hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni Instagram síðustu daga, en á myndinni má sjá stóran hluta hópsins með nýjustu fjölskyldumeðlimi sína í fanginu.
Ljósmynd af liðsmönnum slökkviliðs í borginni Chandler í Arizona hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni Instagram síðustu daga, en á myndinni má sjá stóran hluta hópsins með nýjustu fjölskyldumeðlimi sína í fanginu.
Ljósmynd af liðsmönnum slökkviliðs í borginni Chandler í Arizona hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni Instagram síðustu daga, en á myndinni má sjá stóran hluta hópsins með nýjustu fjölskyldumeðlimi sína í fanginu.
Það fjölgaði í fjölskyldum 18 liðsmanna slökkviliðsins í Chandler á síðasta ári með komu þrettán stúlkna og sex drengja í heiminn.
Í tilefni barnasprengjunnar var efnt til myndatöku, en fjórtán slökkviliðsmenn stilltu sér upp ásamt börnum sínum.
Ekki leið á löngu þar til myndirnar gripu athygli bandaríska morgunþáttarins Good Morning America og annarra þarlendra miðla, enda ekki á hverjum degi sem svona gerist.
„Frá því að slökkva elda yfir í að skipta á bleyjum! 18 liðsmenn slökkviliðsins eignuðust börn á síðasta ári,“ stendur við færsluna.