Aðsókn að kvikmyndahúsum hér á landi dróst verulega saman í fyrra miðað við árið 2023. Bíógestir í fyrra voru um níu hundruð þúsund á móti milljón, árið á undan. Þetta upplýsa kvikmyndaleikstjórarnir Markel bræður í Dagmálaþætti dagsins.
Aðsókn að kvikmyndahúsum hér á landi dróst verulega saman í fyrra miðað við árið 2023. Bíógestir í fyrra voru um níu hundruð þúsund á móti milljón, árið á undan. Þetta upplýsa kvikmyndaleikstjórarnir Markel bræður í Dagmálaþætti dagsins.
Aðsókn að kvikmyndahúsum hér á landi dróst verulega saman í fyrra miðað við árið 2023. Bíógestir í fyrra voru um níu hundruð þúsund á móti milljón, árið á undan. Þetta upplýsa kvikmyndaleikstjórarnir Markel bræður í Dagmálaþætti dagsins.
Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson eru gestir Dagmála og gera þar meðal annars upp kvikmyndaárið 2024. „Það var ekkert sérstakt,“ segir Örn Marinó. Þorkell tekur í sama streng, en þeir eru báðir framleiðendur og leikstjórar kvikmynda.
Stærsta skýringin að þeirra mati er seinkun á framleiðslu efnis sem Hollywood glímdi við. Heimsfaraldurinn, þegar kórónuveiran réð ríkjum, og ekki síður þau verkföll sem kvikmyndaiðnaðurinn í Bandaríkjunum tókst á við lömuðu iðnaðinn. Áhrif þessara áfalla eru enn að bitna á allri framleiðslu og besta dæmið mátti einmitt sjá í aðdraganda jólanna. Hollywood hefur gjarnan spilað út hátrompum um jól til að trekkja að í kvikmyndahús um allan heim. Nýliðin jól báru þess merki að Hollywood væri ekki komin á flug. Þetta nýttu þeir Markel bræður sér og frumsýndu gamanmyndina sína Guðaveigar, enda var vöntun á nýju góðu efni í kvikmyndahús.
Kvikmyndin Snerting var hápunktur kvikmyndaársins hér á landi og fékk myndin afbragðs gott áhorf.
Þegar þeir félagar horfa til þessa árs eru þeir hóflega bjartsýnir. Þeir nefna þó til sögunnar framhald myndarinnar Nobody. Þeir binda miklar vonir við þá mynd.
Með þessari frétt getur að líta stutt brot úr Dagmálaviðtalinu við þá félaga Örn Marinó og Þorkel þar sem þeir ræða kvikmyndaárið 2024. Þáttinn í heild sinni geta áskrifendur Morgunblaðsins nálgast hér að neðan.