Þeir kunna að skemmta, félagarnir Erpur Eyvindarson tónlistarmaður og Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi Krull, eins og hann er gjarnan kallaður.
Þeir kunna að skemmta, félagarnir Erpur Eyvindarson tónlistarmaður og Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi Krull, eins og hann er gjarnan kallaður.
Þeir kunna að skemmta, félagarnir Erpur Eyvindarson tónlistarmaður og Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi Krull, eins og hann er gjarnan kallaður.
Á dögunum var sett myndskeið á Instagram af þeim þegar þeir tóku lag Erps og Ásgeirs Trausta, Hvítir skór, á sundbuxum og með dúlluskraut á höfðinu, reyndar ekki í hvítum skóm heldur berfættir enda í sólinni á Srí Lanka.
Erpur hefur verið á ferðalagi undanfarnar vikur og dvalið m.a. í Norður-Afríku og Asíu og hefur birt myndir af sér m.a. í Sahara-eyðimörkinni.
Myndskeiðið hefst á snilldartöktum Erps, eða BlazRoca, en fljótlega kemur Sveppi Krull inn á sjónarsviðið og syngur Ásgeirs Trausta í laginu á borð við: „Ég á engar hórur en þeir kalla mig dólg.“
Það er spurning hvort Sveppi eigi að endurhugsa ferilinn og færa sig yfir í rappsenuna, en hann á augljóslega vel heima þar.