Frumsýningu nýrra Netflix-þátta Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, hefur verið frestað að hennar beiðni vegna gróðureldanna í Kaliforníu.
Frumsýningu nýrra Netflix-þátta Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, hefur verið frestað að hennar beiðni vegna gróðureldanna í Kaliforníu.
Frumsýningu nýrra Netflix-þátta Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, hefur verið frestað að hennar beiðni vegna gróðureldanna í Kaliforníu.
Þættina átti að frumsýna á miðvikudaginn, þann 15. janúar, en verða nú fyrst sýndir í mars, en gróðureldar hafa herjað á Suður-Kaliforníu undanfarna viku og hafa minnst 24 látið lífið í eldunum.
Samkvæmt BBC sást til þeirra hjóna heimsækja Pasadena-svæðið á föstudag þar sem þau ræddu við og föðmuðu íbúa sem höfðu misst heimili sín.
Í tilkynningu Netflix um frestunina segir að streymisveitan styðji beiðni Meghan um að fresta frumsýningunni heilshugar enda séu þættirnir óður til fegurðar Suður-Kaliforníu.
Þáttaröðin heitir With Love, Meghan eða Með ástarkveðju, Meghan og eru lífstílsþættir þar sem hertogaynjan mun sýna listir sínar í eldhúsinu, blómaskreytingum, býflugnaræktun og öðru slíku auk þess sem hún mun eiga í opinskáum samtölum við góða gesti.
Meghan er sjálf fædd og uppalin í Kaliforníu og er búsett þar í bænum Montecito ásamt eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, og tveimur börnum þeirra.