Gat ekki bjargað syni sínum

Gróðureldar í Los Angeles | 13. janúar 2025

Gat ekki bjargað syni sínum

Áströlsk móðir hefur sagt frá því hvernig hún reyndi án árangurs að bjarga lífi sonar síns í gróðureldunum sem logað hafa í Los Angeles í Kaliforníu.

Gat ekki bjargað syni sínum

Gróðureldar í Los Angeles | 13. janúar 2025

Áströlsk móðir hefur sagt frá því hvernig hún reyndi án árangurs að bjarga lífi sonar síns í gróðureldunum sem logað hafa í Los Angeles í Kaliforníu.

Áströlsk móðir hefur sagt frá því hvernig hún reyndi án árangurs að bjarga lífi sonar síns í gróðureldunum sem logað hafa í Los Angeles í Kaliforníu.

Konan, sjónvarpsþáttaframleiðandinn Shelley Sykes, sagði í viðtali við ástralska fjölmiðla hvernig hún reyndi í örvæntingu að koma syni sínum til bjargar á sama tíma. Hann var 32 ára gamall og var greindur með heilalömun.

24 hafa látið lífið

Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í eldunum í borginni og þúsundir bygginga hafa brunnið til grunna.

Sykes greindi frá því á samfélagsmiðlum að hún og sonur hennar, Rory Sykes, hefðu búið saman á 17 ekra landareign í Malibu, sem liggur við ströndina í vesturhluta Los Angeles-sýslu.

Fjölmörg hús í Malibu hafa brunnið til grunna.
Fjölmörg hús í Malibu hafa brunnið til grunna. AFP

„Mamma, þú ferð“

Sonur hennar var blindur og átti í erfiðleikum með gang.

„Fætur Rorys byrjuðu að bólgna út af hitanum og hann átti því erfitt með að ganga. Hann var auk þess slæmur í maganum. Hann vildi því ekki fara langt frá baðherberginu,“ sagði Sykes í samtali við Channel Nine-fréttastöðina í Ástralíu í gær.

„Hann sagði því við mig: „Mamma, þú ferð, en ég verð kyrr.““

Sykes segir að hún hafi ekki getað skilið son sinn einan eftir.

Slökkvistarf er enn í gangi.
Slökkvistarf er enn í gangi. AFP

Ekkert vatn

„Ég hélt kyrru fyrir í aðalbyggingunni með tveimur páfuglum inni á baðherbergi því það var erfitt að anda. Ég sat á gólfinu með vatn í flöskum til að halda mér blautri.“

Hún segist hafa séð glóð á þaki annars húss sem sonur hennar bjó í og hún reyndi að slökkva í þeim með slöngu en vatnið hafi verið búið.

Hún brá því á það ráð að aka að næstu slökkvistöð til að óska eftir aðstoð. Hún fékk aftur á móti þau svör að slökkviliðsmennirnir gætu ekki heldur komist í vatn.

Kerfið réði ekki við umfangið

Eins og greint hefur verið frá, þá gerðu margir brunahanar lítið gagn fyrstu dagana eftir að eldarnir kviknuðu þar sem menn gripu í tómt. Það reitti marga íbúa til reiði.

Yfirvöld í borginni sögðu í samtali við dagblaðið Los Angeles Times að vatnsskortinn mætti rekja til umfangsins og tímans sem fór í slökkvistarfið. Kerfið hafi einfaldlega ekki verið hannað fyrir slíkan viðburð.

Eyðileggingin er gríðarleg.
Eyðileggingin er gríðarleg. AFP

Ekkert eftir

Þegar Sykes sneri aftur heim sá hún að hús sonar hennar var brunnið til kaldra kola.

„Það var ekkert eftir,“ sagði hún.

„Ég er alveg eyðilögð, þetta er allt saman óraunverulegt. Ég get ekki andað.“

Yfirvöld segja að hann hafi dáið af völdum reykeitrunar.

mbl.is