Grímsvatnahlaup hafið

Grímsvötn | 13. janúar 2025

Grímsvatnahlaup hafið

Veðurstofa Íslands segir að undanfarna daga hafi mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendi til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. 

Grímsvatnahlaup hafið

Grímsvötn | 13. janúar 2025

Flogið yfir Grímsvötn. Mynd úr safni.
Flogið yfir Grímsvötn. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Veðurstofa Íslands segir að undanfarna daga hafi mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendi til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. 

Veðurstofa Íslands segir að undanfarna daga hafi mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendi til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. 

Jökulhlaup úr Grímsvötnum koma fram undan Skeiðarárjökli og renna í Gígjukvísl. Hlaupin eru vanalega hægt vaxandi og geta liðið nokkrir dagar þar til fyrstu merki um hlaupvatn mælast á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli, að því er Veðurstofan greinir frá í tilkynningu.

„Nokkur úrkoma hefur verið á SA-landi og gert er ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman getur gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl,“ segir jafnframt.

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissstigi vegna jökulshlaups úr Grímsvötnum.
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissstigi vegna jökulshlaups úr Grímsvötnum. Ljósmynd/Almannavarnir

Síðasta jökulhlaup fyrir nákvæmalega einu ári

Síðast varð jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári og hefur hlaupið þaðan með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður var heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 var hlaupið árið 2018 að sögn Veðurstofunnar.

Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar er vatnsmagn í Grímsvötnum nú talið vera um 0,25 km3, sem er sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn er tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021.

Ekki næst samband við GPS-tæki

Þá segir að ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins.

Hlaupið ætti ekki að hafa áhrif á mannvirki

„Ef miðað er við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum má gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við þjóðveg 1 næst svo um 1-2 sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hefur í Grímsvötnum er líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 m3/s. Búast má við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, s.s. vegi og brýr,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is