Húsið þar sem gítarleikari rokksveitarinnar The Doors, Robby Krieger, samdi eitt vinsælasta og þekktasta lag sveitarinnar, Light My Fire, brann til kaldra kola nú fyrir helgi sökum gróðurelda sem geisa í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu.
Húsið þar sem gítarleikari rokksveitarinnar The Doors, Robby Krieger, samdi eitt vinsælasta og þekktasta lag sveitarinnar, Light My Fire, brann til kaldra kola nú fyrir helgi sökum gróðurelda sem geisa í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu.
Húsið þar sem gítarleikari rokksveitarinnar The Doors, Robby Krieger, samdi eitt vinsælasta og þekktasta lag sveitarinnar, Light My Fire, brann til kaldra kola nú fyrir helgi sökum gróðurelda sem geisa í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu.
Húsið, sem stóð við Alma Real Drive í Pacific Palisades-hverfinu og hafði verið í eigu hjónanna Claudio og Kathleen Boltiansky síðastliðin 24 ár, var eitt sinn í eigu foreldra Krieger, sem samdi lagið í stofu hússins árið 1966.
Boltiansky-hjónin ræddu stuttlega við blaðamann Los Angeles Times og sögðu atburðinn og áfallið ólýsanlegt. Hjónin hyggjast endurbyggja heimili sitt við fyrsta tækifæri.
Light My Fire, lag sem fjallar um ást og kynlíf, er talið eitt af bestu rokklögum tónlistarsögunnar. Lagið kom The Doors á kortið á sjöunda áratugnum og fór beint í toppsæti Billboard-listans og sat í þrjár vikur á toppnum.
Fjölmargar stjörnur eru búsettar í Pacific Palisades-hverfinu og hafa margar þeirra þurft að yfirgefa heimili sín á meðan aðrar hafa misst heimili sín í eldsvoðanum.
Á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín eru Anthony Hopkins, Jeff Bridges, John Goodman, Cary Elwes, Eugene Levy, John C. Reilly, Tina Knowles, Candy Spelling, Jennifer Grey, Anna Faris, Miles Teller, James Woods, Billy Crystal, Paris Hilton og Milo Ventimiglia.