Segir Eflingu í ófrægingarherferð gegn atvinnurekendum

Kjaraviðræður | 13. janúar 2025

Segir Eflingu í ófrægingarherferð gegn atvinnurekendum

Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, gagnrýnir mótmæli Eflingar fyrir utan Finnson Bistro í Kringlunni um helgina.

Segir Eflingu í ófrægingarherferð gegn atvinnurekendum

Kjaraviðræður | 13. janúar 2025

Lögfræðingur SVEIT segir það hvorki Eflingar né félagsdóms að ákveða …
Lögfræðingur SVEIT segir það hvorki Eflingar né félagsdóms að ákveða hvort SVEIT sé lögmætt félag. Samsett mynd/Árni Sæberg/Ólafur Árdal

Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, gagnrýnir mótmæli Eflingar fyrir utan Finnson Bistro í Kringlunni um helgina.

Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, gagnrýnir mótmæli Eflingar fyrir utan Finnson Bistro í Kringlunni um helgina.

Í færslu titlaðri „Verndari sæluríkisins“ á Facebook-reikningi sínum í morgun segir Sigurður hvorki Eflingu né Félagsdóm hafa vald til að fjalla um og ákveða hvort SVEIT sé lögmætt félag.

„Húseigandi hafði ekki heimilað Eflingu að halda fund í Kringlunni hvað þá að ráðast að lögmætri starfsemi sem þar fer fram. Frá öllu þessu var skilmerkilega greint í fjölmiðlum, sem leituðu þó ekki eftir afstöðu SVEIT, ef frá er talin Stöð 2,“ segir í færslu Sigurðar.

Kallaði virðingu „gervistéttarfélag“

Veit­inga­menn kölluðu lög­reglu til þegar fé­lags­menn Efl­ing­ar mót­mæltu fyr­ir utan veit­ingastaðinn Finns­son í Kringl­unni um há­deg­is­leytið á laugardaginn. Formaður Efl­ing­ar, Sólveig Anna Jónsdóttir, gekk fremst fyrir mótmælunum og kallaði Virðingu „gervistétt­ar­fé­lag“.

Efl­ing hef­ur háð ákafa her­ferð gegn Virðingu og tel­ur að fé­lagið hafi verið stofnað af SVEIT, sam­tök­um fyr­ir­tækja í veit­ing­a­rekstri, til þess að geta samið um lægri kjör við stafs­fólk held­ur en samn­ing­ar Efl­ing­ar geri ráð fyr­ir. Mörg af stærstu stétt­ar­fé­lög­um lands­ins hafa for­dæmt Virðingu.  

Í færslu sinni segir Sigurður Sólveigu ásamt Víði Þorsteinssyni og Sæþóri Benjamín Randalssyni hafa verið í fararbroddi ófrægingarherferðar Eflingar gegn atvinnurekendum sem séu félagar í SVEIT og sakað þá um svik gagnvart starfsmönnum og launaþjófnað.

Stjórn stétt­ar­fé­lags­ins Virðing­ar seg­ir fé­lagið hafa verið stofnað af starfs­mönn­um veit­inga­húsa.

Þekkt taktík „boðbera og verndara sannleikans“

Hann segir ríkissjónvarpið hafa leitaði til sérfræðings í vinnurétti hjá BSRB í kvöldfréttatíma sunnudagsins og að sá sérfræðingur hafi talið að Efling gæti farið með málið fyrir Félagsdóm. SVEIT hafi aftur á móti ítrekað bent á að það sé dómstóla að leysa úr ágreiningi milli aðila hafi þeir lögvarða hagsmuni.

„Félagafrelsi er tryggt í stjórnarskrá. Hvorki Efling né Félagsdómur hafa vald til að fjalla um og ákveða hvort SVEIT er lögmætt félag,“ segir Sigurður.

„Forsvarsmenn Eflingar virðast gera sér grein fyrir þessu og ætla því með undirróðri og atlögum að einstaka fyrirtækjum að grafa undan starfsemi þeirra. Þetta er þekkt taktík stjórnenda og stjórnvalda sem telja sig boðbera og verndara sannleikans um sæluríkið.“

Færslu Sigurðar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is