Sonur Gretu Salóme kominn með nafn

Barnanöfn | 13. janúar 2025

Sonur Gretu Salóme kominn með nafn

Söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Elvar Þór Karlsson forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, gáfu yngri syni sínum nafn um liðna helgi.

Sonur Gretu Salóme kominn með nafn

Barnanöfn | 13. janúar 2025

Elvar Þór og Greta Salóme á brúðkaupsdaginn.
Elvar Þór og Greta Salóme á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Elvar Þór Karlsson forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, gáfu yngri syni sínum nafn um liðna helgi.

Söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Elvar Þór Karlsson forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, gáfu yngri syni sínum nafn um liðna helgi.

Drengurinn, sem kom í heiminn þann 23. október, fékk nafnið Sólmundur. Fyr­ir eiga þau son­inn Bjart Elí sem fæddist síðla árs 2022. 

Greta Salóme greindi frá gleðitíðindum á Instagram-síðu sinni í gærdag.

„Sólinn okkar fékk nafnið sitt um helgina - Sólmundur Elvarsson!

Takk Ásgeir Helgi Þrastarson fyrir að fanga þennan dag svona fallega fyrir okkur og 17 sortir fyrir yndislegu skírnarkökuna,“ skrifaði hún við myndskeið frá skírnardeginum.

Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!

mbl.is