Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, er ekki bjartsýn á að kjaradeila kennara, ríkis og sveitarfélaga leysist fyrir mánaðamótin. Þá hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný, en þeim var frestað í lok nóvember.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, er ekki bjartsýn á að kjaradeila kennara, ríkis og sveitarfélaga leysist fyrir mánaðamótin. Þá hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný, en þeim var frestað í lok nóvember.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, er ekki bjartsýn á að kjaradeila kennara, ríkis og sveitarfélaga leysist fyrir mánaðamótin. Þá hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný, en þeim var frestað í lok nóvember.
Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðunum fyrir helgi þar sem ríkissáttasemjari taldi það langt á milli deiluaðila að ekki væri tilefni til að sitja við samningaborðið að svo stöddu.
„Við gerum okkar besta og það er okkar skylda að ná saman. Það er stóra verkefnið núna að gera allt til þess að ná að ljúka samningum sem allra fyrst,“ segir Inga í samtali við mbl.is. Verkefnið núna sé að koma viðræðunum aftur af stað og deiluaðilar einbeiti sér að því.
Hvað er verið að gera til að koma þeim aftur af stað?
„Það er bara verið að fara yfir mál og ræða saman. Taka stöðuna. Við erum á fullu í því.“
Deiluaðilar funduðu í dag hver í sínu lagi, en Inga segir það koma í ljós hvernig því verði á morgun. Hvort deiluaðilar ræði málin sín á milli.
„Við höfum verið í mjög miklum viðræðum síðustu vikurnar. Margt hefur gengið vel og annað síður. Við þurfum að taka stöðuna núna og finna leiðina áfram.“
En á hverju stranda viðræðurnar?
„Launin eru stóra málið í þessu, eins og verið hefur, en það er ýmislegt annað sem við höfum verið að ræða og það þarf að fara yfir fleiri mál en það,“ segir Inga.
Í lok nóvember ákvað sáttasemjari að prófa nýja leið í viðræðunum eftir að lítið hafði þokast í nokkrar vikur. Deiluaðilar skrifuðu undir rammasamkomulag um hvernig standa ætti að frágangi kjarasamnings við Kennarasamband Íslands og vegferðina þangað. Þá var verkföllum frestað út janúar.
Einnig voru tryggð tvö atriði í samningnum sem kennarar lögðu áherslu á. Annars vegar að á árinu 2025 yrði tekið skref í átt að jöfnun launa á milli markaða og launatöfluauki var fastsettur.
Í samtali við mbl.is um helgina sagði ríkissáttasemjari það hins vegar hafa komið á daginn að enn væri ágreiningur um akkúrat þetta mál „jöfnun launa á milli markaða.“ Og hvað skyldi miða við í þeim efnum.
Lítið virðist því hafa þokast í viðræðum um helstu ágreiningsmál frá því áður en rammasamkomulagið var undirritað. Deilan er því í algjörum hnút.
Eins og staðan er núna, eru einhverjar líkur á að það sé hægt að ná saman?
„Staðan er þröng í augnablikinu, það er óhætt að segja það, en við gerum okkar besta til reyna að komast áfram. Það er mikilvægt að það takist,“ segir Inga.
Kennarar hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að gefa eftir af sínum kröfum, og ríki og sveitarfélög hafa ekki viljað ganga að þeim kröfum. Aðspurð hvernig samningar eiga að nást ef hvorugur deiluaðila er tilbúinn að gefa eftir, segir Inga:
„Það hafa verið svolítið stórar yfirlýsingar, en menn þurfa að komast áfram og það þurfa báðir að gefa eitthvað eftir til að ná saman. Það er alveg ljóst.“
Það þurfi að finna sameiginlega leið sem báðir aðilar geti sætt sig við.
Þannig þið eruð tilbúin að gefa eitthvað eftir?
„Ég ætla ekki að gefa neinar yfirlýsingar um það, en við erum tilbúin til samtals, alltaf. Í því felast tækifæri til að finna lausnir.“