Talsverður gangur virðist vera í vopnahlésviðræðum Ísraelsstjórnar og Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Ónafngreindur palestínskur embættismaður, sem þekkir til samningaviðræðnanna, greindi breska ríkisútvarpinu, BBC, frá því í dag að verið sé að ganga frá lokaskilmálum samningsins.
Talsverður gangur virðist vera í vopnahlésviðræðum Ísraelsstjórnar og Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Ónafngreindur palestínskur embættismaður, sem þekkir til samningaviðræðnanna, greindi breska ríkisútvarpinu, BBC, frá því í dag að verið sé að ganga frá lokaskilmálum samningsins.
Talsverður gangur virðist vera í vopnahlésviðræðum Ísraelsstjórnar og Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Ónafngreindur palestínskur embættismaður, sem þekkir til samningaviðræðnanna, greindi breska ríkisútvarpinu, BBC, frá því í dag að verið sé að ganga frá lokaskilmálum samningsins.
Ísraelskur embættismaður sagði einnig við Reuters-fréttastofuna að samningaviðræðurnar væru langt komnar og að útlit væri fyrir að samningar gætu náðst á næstu klukkutímum eða á allra næstu dögum.
Báðir aðilar hafa samþykkt að á fyrsta degi vopnahlés munu hryðjuverkasamtökin Hamas sleppa þremur gíslum úr haldi og í kjölfarið mun Ísraelsher yfirgefa þéttbýl svæði á Gasa. Í samningnum er þó gert ráð fyrir að hersveitir Ísraels verði áfram með viðveru á „Fíladelfí-ganginum“ svokallaða en hann liggur meðfram landamærum Gasasvæðisins og Egyptalands.
Sjö dögum eftir að samkomulagið tekur gildi munu Hamas-hryðjuverkasamtökin sleppa fjórum gíslum til viðbótar og í staðinn munu Ísraelar leyfa fólki í suðurhluta Gasa að snúa aftur í norðurhluta þess. Þau þurfa þó að koma sér þangað fótgangandi.
Ísraelar hafa einnig samþykkt að sleppa þúsund palestínskum föngum, þar af 190 sem hafa afplánað 15 ára dóm eða lengri. Í staðinn munu Hamas sleppa 34 gíslum.
Þetta er hluti af fyrsta áfanga samningsins. Samningaviðræður um annan og þriðja áfanga eru fyrirhugaðar að hefjist á 16. degi vopnahlés.
Utanríkisráðherra Ísraels, Gideon Saar, ræddi við blaðamenn í dag og sagði að samningurinn liti miklu betur út en hann gerði áður.