Vance dregur loforð Trumps í land

Vance dregur loforð Trumps í land

Tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, kvaðst ekki telja að Donald Trump ætti að náða þá sem voru dæmdir fyrir ofbeldisglæpi í óeirðunum við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2020.

Vance dregur loforð Trumps í land

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 13. janúar 2025

J.D. Vance virðist hafa ólíka sýn á náðunaráform Donald Trumps.
J.D. Vance virðist hafa ólíka sýn á náðunaráform Donald Trumps. AFP/Getty Images/Alex Wong

Tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, kvaðst ekki telja að Donald Trump ætti að náða þá sem voru dæmdir fyrir ofbeldisglæpi í óeirðunum við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2020.

Tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, kvaðst ekki telja að Donald Trump ætti að náða þá sem voru dæmdir fyrir ofbeldisglæpi í óeirðunum við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2020.

„Ef þú mótmæltir friðsamlega 6. janúar og dómsmálaráðuneyti Merrick Garlands hefur komið fram við þig eins og gengismeðlim þá ættir þú að fá náðun,“ sagði Vance í samtali við Fox News Sunday. 

„En ef þú beittir ofbeldi þennan dag þá ættir þú augljóslega ekki að vera náðaður,“ sagði Vance og sagði hlutina vera á gráu svæði hvað þá einstaklinga varði.

Samkvæmt NBC News brutu ummæli Vance eilítið í bága við það sem Donald Trump hefur gefið út, en hann sagði í desember að hann myndi gera það eitt af sínum fyrstu verkum að náða mótmælendur.

Trump vill bregðast við á fyrsta degi

„Ég mun bregðast mjög hratt við, strax á fyrsta degi,“ sagði Trump, en ólíkt Vance útilokaði hann ekki að náða þá sem gerðust sekir um ofbeldisglæpi eins og að ráðast á lögreglumenn.

„Vegna þess að þeir höfðu ekki annarra kosta völ,“ sagði Trump í desember.

Vance hefur í kjölfar viðtalsins skýrt afstöðu sína og ítrekar að með ummælunum sé hann ekki að draga loforð Trumps til baka heldur myndu hann og Trump meta hvert og eitt mál fyrir sig, þar á meðal mál þeirra sem hafi verið dæmdir fyrir ofbeldisglæpi. 

Frá því í janúar 2021 hafa fleiri en 1.270 sakborningar verið dæmdir fyrir athæfi sitt við þinghúsið og fleiri en 1.580 hafa verið handteknir. Fleiri 700 hafa lokið afplánun sinni eða hlutu ekki fangelsisvist.

mbl.is