„Íslenskir fjölmiðlar eiga það til að tala handboltalandsliðið mjög mikið upp,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
„Íslenskir fjölmiðlar eiga það til að tala handboltalandsliðið mjög mikið upp,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
„Íslenskir fjölmiðlar eiga það til að tala handboltalandsliðið mjög mikið upp,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
Sigfús, sem er 49 ára gamall, er af mörgum talinn einn besti línumaður sem Ísland hefur átt en hann vann til silfurverðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Sigfús spáði í spilin fyrir heimsmeistaramótið í Króatíu, Danmörku og Noregi þar sem Ísland leikur í G-riðli keppninnar ásamt Slóveníu, Grænhöfðaeyjum og Kúbu.
„Það er talað um það að við eigum bestu handboltamenn í heimi og það leikur enginn vafi á því að við eigum stórkostlega handboltamenn,“ sagði Sigfús.
„Kannski er ég gamaldags í þessu en fyrir mér þá eru bestu handboltamenn í heimi jafnvígir í vörn og sókn. Við eigum ekki marga þannig leikmenn og því miður var Aron að detta út en hann hefur verið mjög góður varnarlega fyrir okkur.
Við erum með menn sem eru stórkostlegir sóknarmenn en ekki alveg jafn góðir varnarmenn og það hefur háð liðinu,“ sagði Sigfús meðal annars.
Viðtalið við Sigfús í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.