Forsetahjónin geisluðu á glæsilegasta hátíðarkvöldverði landsins

Kokkalandsliðið | 14. janúar 2025

Forsetahjónin geisluðu á glæsilegasta hátíðarkvöldverði landsins

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara fór fram um helgina með pomp og prakt og það má með sanni segja að þetta hafi verið sá glæsilegasti og stærsti sem haldinn hefur verið.

Forsetahjónin geisluðu á glæsilegasta hátíðarkvöldverði landsins

Kokkalandsliðið | 14. janúar 2025

Hjónin Katrín Ósk Þráinsdóttir og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara …
Hjónin Katrín Ósk Þráinsdóttir og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara tóku á móti forsetahjónunum, Birni Skúlassyni og frú Höllu Tómasdóttur forseta Íslands með reisn á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara. mbl.is/Ólafur Árdal

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara fór fram um helgina með pomp og prakt og það má með sanni segja að þetta hafi verið sá glæsilegasti og stærsti sem haldinn hefur verið.

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara fór fram um helgina með pomp og prakt og það má með sanni segja að þetta hafi verið sá glæsilegasti og stærsti sem haldinn hefur verið.

Hann var haldinn í Hörpu og hófst með glæsilegum fordrykk og smáréttum á fyrstu hæð þar sem höfðingjalega var tekið á móti gestum. Kvöldverðurinn fór fram í Silfurbergi þar sem mikið var um dýrðir og ljúfir og skemmtilegir tónar ómuðu. Kokkarnir í Klúbbi matreiðslumeistara stóðu sig framúrskarandi vel sem gestgjafar, skrúðklæddir og með fagmennskuna í fyrirrúmi.

Forsetahjónin voru stórglæsileg

Forsetahjónin, frú Halla Tómasdóttir forseti og eiginmaður hennar Björn Skúlason, heiðruðu Klúbb matreiðslumeistara og gesti með nærveru sinni og voru stórglæsileg, landi og þjóð til mikils sóma. Einnig mætti Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt sinni konu, Ragnhildi Sverrisdóttur.

Mikið fjölmenni mætti til leiks en til leiks mættu um 400 hundruð manns, prúðbúin og þar sem glæsileikinn var í fyrirrúmi. Mikið var um stjörnufans þar sem samkvæmisklæðnaður var áskilinn og stjörnurnar skinu skært í Hörpu þetta hátíðarkvöld.

Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega síðan árið 1988, fyrir utan tvö ár sem allir þekkja, þegar Covid-tímabilið geisaði. Viðburðurinn hefur frá upphafi verið fastur liður í skemmtanahaldi landans.

Hátíðarkvöldverðurinn er aðalfjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara þar sem bestu matreiðslumenn landsins taka höndum saman og framreiða margréttan hátíðarmatseðil ásamt sérvöldum eðalvínum.

Ágóðinn rennur meðal annars til íslenska kokkalandsliðsins

Allur ágóði kvöldsins rennur í starfsemi Klúbbs matreiðslumeistara, þannig verður klúbbnum gert kleift að efla matargerðarlist og styðja framgöngu klúbbfélaga bæði hér heima og erlendis með rekstri Kokkalandsliðsins og keppninnar um Kokk ársins. Til að mynda er næsta stóra mót Kokkalandsliðsins heimsmeistaramótið sem haldið verður í Lúxemborg árið 2026.

Hér var á ferðinni kvöldverður á heimsmælikvarða þar sem úrvalslið matreiðslumanna lék við hvern sinn fingur. Yfirmatreiðslumaður kvöldsins var Arnar Darri Bjarnason frá La Primavera og Barþjónaklúbbur Íslands sá einnig um framreiðslu.

Matreiðslumeistarinn með fríðu föruneyti, Pétri H. Marteinssyni, Unni Valdimarsdóttur, Ernu …
Matreiðslumeistarinn með fríðu föruneyti, Pétri H. Marteinssyni, Unni Valdimarsdóttur, Ernu Maríu Jónsdóttur, Rúnari Kristinssyni, Birki Kristinssyni og Ragnhildi Gísladóttur. mbl.is/Ólafur Árdal
Hafliði Halldórsson, Benedikt Jónsson, Matthías H. Guðmundsson, Ragnar Hjörleifsson, Þorbjörg …
Hafliði Halldórsson, Benedikt Jónsson, Matthías H. Guðmundsson, Ragnar Hjörleifsson, Þorbjörg Lilja Þórsdóttir, Gréta Kjartansdóttir og Gunnhildur Knútsdóttir. mbl.is/Ólafur Árdal
Eydís Rut Ómars Ionian, Ari Þór Gunnarsson og Fanney Dóra …
Eydís Rut Ómars Ionian, Ari Þór Gunnarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir. mbl.is/Ólafur Árdal
Aðalsteinn Friðriksson og Margrét Grétarsdóttir í góðum félagsskap.
Aðalsteinn Friðriksson og Margrét Grétarsdóttir í góðum félagsskap. mbl.is/Ólafur Árdal
Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir.
Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir. mbl.is/Ólafur Árdal
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, Sigurjón Gunnlaugsson, Ragnheiður Jóhannesdóttir, Rósa Björk Svavarsdóttir …
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, Sigurjón Gunnlaugsson, Ragnheiður Jóhannesdóttir, Rósa Björk Svavarsdóttir og Jón Kornelíus. mbl.is/Ólafur Árdal
Gleðin var í fyrirrúmi hjá forsetunum tveimur, Þórir Erlingssyni forseta …
Gleðin var í fyrirrúmi hjá forsetunum tveimur, Þórir Erlingssyni forseta Klúbbs matreiðslumeistar og frú Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. mbl.is/Ólafur Árdal
Sæmundur Árni Hermannsson, Daníel Guðbjartsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir.
Sæmundur Árni Hermannsson, Daníel Guðbjartsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir. mbl.is/Ólafur Árdal
Snædís Jónsdóttir og frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands.
Snædís Jónsdóttir og frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands. mbl.is/Ólafur Árdal
Katrín Ósk Þráinsdóttir, Þórir Erlingsson og frú Halla Tómasdóttir forseti …
Katrín Ósk Þráinsdóttir, Þórir Erlingsson og frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands. mbl.is/Ólafur Árdal
Lagið var líka tekið.
Lagið var líka tekið. mbl.is/Ólafur Árdal
Dóra Takefusa og Snædís Jónsdóttir í góðum félagsskap.
Dóra Takefusa og Snædís Jónsdóttir í góðum félagsskap. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
Boðið var upp á smárétti með fordrykknum.
Boðið var upp á smárétti með fordrykknum. mbl.is/Ólafur Árdal
Yfirkokkur hátíðarkvöldverðarins var Arnar Darri Bjarna­son frá La Primavera.
Yfirkokkur hátíðarkvöldverðarins var Arnar Darri Bjarna­son frá La Primavera. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
Árni Arnórsson, Þórir Erlingsson, Katrín Ósk Þráinsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir og …
Árni Arnórsson, Þórir Erlingsson, Katrín Ósk Þráinsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir og Jón Þór Finnbogason. mbl.is/Ólafur Árdal
Kokkarnir buðu upp á framúrskarandi þjónustu allt kvöldið.
Kokkarnir buðu upp á framúrskarandi þjónustu allt kvöldið. mbl.is/Ólafur Árdal
Hörður Héðinsson og Snæbjörn Kristjánsson.
Hörður Héðinsson og Snæbjörn Kristjánsson. mbl.is/Ólafur Árdal
Magnús Örn Guðmarsson, Kristján Magnússon, Jón Þór Friðgeirsson, Valur Bergmundsson …
Magnús Örn Guðmarsson, Kristján Magnússon, Jón Þór Friðgeirsson, Valur Bergmundsson og Jón Ingi Ólafsson. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is