Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara fór fram um helgina með pomp og prakt og það má með sanni segja að þetta hafi verið sá glæsilegasti og stærsti sem haldinn hefur verið.
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara fór fram um helgina með pomp og prakt og það má með sanni segja að þetta hafi verið sá glæsilegasti og stærsti sem haldinn hefur verið.
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara fór fram um helgina með pomp og prakt og það má með sanni segja að þetta hafi verið sá glæsilegasti og stærsti sem haldinn hefur verið.
Hann var haldinn í Hörpu og hófst með glæsilegum fordrykk og smáréttum á fyrstu hæð þar sem höfðingjalega var tekið á móti gestum. Kvöldverðurinn fór fram í Silfurbergi þar sem mikið var um dýrðir og ljúfir og skemmtilegir tónar ómuðu. Kokkarnir í Klúbbi matreiðslumeistara stóðu sig framúrskarandi vel sem gestgjafar, skrúðklæddir og með fagmennskuna í fyrirrúmi.
Forsetahjónin, frú Halla Tómasdóttir forseti og eiginmaður hennar Björn Skúlason, heiðruðu Klúbb matreiðslumeistara og gesti með nærveru sinni og voru stórglæsileg, landi og þjóð til mikils sóma. Einnig mætti Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt sinni konu, Ragnhildi Sverrisdóttur.
Mikið fjölmenni mætti til leiks en til leiks mættu um 400 hundruð manns, prúðbúin og þar sem glæsileikinn var í fyrirrúmi. Mikið var um stjörnufans þar sem samkvæmisklæðnaður var áskilinn og stjörnurnar skinu skært í Hörpu þetta hátíðarkvöld.
Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega síðan árið 1988, fyrir utan tvö ár sem allir þekkja, þegar Covid-tímabilið geisaði. Viðburðurinn hefur frá upphafi verið fastur liður í skemmtanahaldi landans.
Hátíðarkvöldverðurinn er aðalfjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara þar sem bestu matreiðslumenn landsins taka höndum saman og framreiða margréttan hátíðarmatseðil ásamt sérvöldum eðalvínum.
Allur ágóði kvöldsins rennur í starfsemi Klúbbs matreiðslumeistara, þannig verður klúbbnum gert kleift að efla matargerðarlist og styðja framgöngu klúbbfélaga bæði hér heima og erlendis með rekstri Kokkalandsliðsins og keppninnar um Kokk ársins. Til að mynda er næsta stóra mót Kokkalandsliðsins heimsmeistaramótið sem haldið verður í Lúxemborg árið 2026.
Hér var á ferðinni kvöldverður á heimsmælikvarða þar sem úrvalslið matreiðslumanna lék við hvern sinn fingur. Yfirmatreiðslumaður kvöldsins var Arnar Darri Bjarnason frá La Primavera og Barþjónaklúbbur Íslands sá einnig um framreiðslu.