Hafna hugmyndum sviðsstjórans

Vöruhús við Álfabakka 2 | 14. janúar 2025

Hafna hugmyndum sviðsstjórans

„Það stenst ekki skoðun að gagnrýna hönnun hússins við Árskóga 7 þegar tekið er til varna fyrir skipulagsmistök við Álfabakka 2,“ segja arkitektarnir Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger um ummæli Ólafar Örvarsdóttur sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í Spursmálum Morgunblaðsins sl. föstudag.

Hafna hugmyndum sviðsstjórans

Vöruhús við Álfabakka 2 | 14. janúar 2025

Rúmmál vöruhússins er margfalt miðað við það sem gert er …
Rúmmál vöruhússins er margfalt miðað við það sem gert er ráð fyrir þegar byggingarmagn er metið út frá nýtingarhlutfalli. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það stenst ekki skoðun að gagnrýna hönnun hússins við Árskóga 7 þegar tekið er til varna fyrir skipulagsmistök við Álfabakka 2,“ segja arkitektarnir Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger um ummæli Ólafar Örvarsdóttur sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í Spursmálum Morgunblaðsins sl. föstudag.

„Það stenst ekki skoðun að gagnrýna hönnun hússins við Árskóga 7 þegar tekið er til varna fyrir skipulagsmistök við Álfabakka 2,“ segja arkitektarnir Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger um ummæli Ólafar Örvarsdóttur sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í Spursmálum Morgunblaðsins sl. föstudag.

Í máli Ólafar kom meðal annars fram að leitað væri allra leiða til að leiðrétta mistökin og jafnvel að breyta hönnun Búsetahússins við Árskóga 7.

Aðalheiður og Falk sem eru arkitektar hússins við Árskóga 7 segja að mikið samstarf hafi átt sér stað við hönnun hússins milli Búseta, Reykjavíkurborgar og þeirra sem hönnuða.

Aðalheiður Atladóttir.
Aðalheiður Atladóttir.

Samræmist ekki aðalskipulagi

„Við unnum þetta í góðu samkomulagi við borgina og breyttum teikningum til þess að koma til móts við þarfir Félagsbústaða um stærðir íbúða í þeirra eigu. Verkefnið sem við tókum að okkur fyrir Búseta var að hanna 72 íbúðir við Árskóga miðað við deilskipulag sem var í gildi 2015. Þá var gert ráð fyrir mun minna umfangi á húsinu við Álfabakka 2.“

Gamla skipulagið gerði ráð fyrir tveimur T-laga blokkum, en þar sem áhersla Búseta var á fjölda lítilla íbúða hafi komið betur út að hanna húsin í U-laga byggingar þar sem fleiri íbúðir íbúðir myndu njóta sólar.

„Í samráði við höfund deilskipulagsins var skipulaginu breytt með tilliti til þess að sem flestar íbúðirnar nytu birtu. Af þessum 72 íbúðum eru fjórar íbúðir í húsinu númer 7 sem snúa í norðvestur en njóta líka birtu úr suðaustri. Þær íbúðir nutu síðdegissólar áður en veggurinn reis.“

Þau benda á að vöruhúsið og starfsemin sem þar eigi að koma samræmist ekki Aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem lóðin er á Miðsvæði þar sem gert sé ráð fyrir verslun, skrifstofum, þjónustu, veitingastöðum, gistihúsum og íbúðum.

„Í þessu húsi verður iðnaðarstarfsemi sem þjónar ekki borgarhlutanum eins og aðalskipulagið gerir ráð fyrir.“

Falk Krüger.
Falk Krüger.

Eftirlitsaðilar brugðust

Aðalheiður og Falk spyrja sig hvers vegna þetta hafi ekki verið stoppað hjá Skipulagsstofnun sem hefði getað stöðvað þetta með athugasemd, hvers vegna grenndarkynning hafi ekki farið fram og hvers vegna auglýsingin í Fréttablaðinu, sem var falin, var ekki leiðrétt, ef um var að ræða mistök í uppsetningu blaðsins.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is