Svo virðist sem hlé hafi orðið á skjálftavirkninni í Bárðarbungu, eftir að öflug hrina jarðskjálfta hófst í eldstöðinni upp úr klukkan 6 í morgun.
Svo virðist sem hlé hafi orðið á skjálftavirkninni í Bárðarbungu, eftir að öflug hrina jarðskjálfta hófst í eldstöðinni upp úr klukkan 6 í morgun.
Svo virðist sem hlé hafi orðið á skjálftavirkninni í Bárðarbungu, eftir að öflug hrina jarðskjálfta hófst í eldstöðinni upp úr klukkan 6 í morgun.
Síðasti skjálftinn mældist þar kl. 8.59 eftir að á undan höfðu gengið fleiri en hundrað skjálftar á skömmum tíma. Stærsti skjálftinn reið yfir rétt upp úr klukkan 8 og mældist 4,9 að stærð.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir þetta ólíkt því sem varð árið 2014, í aðdraganda eldgossins sem braust út í ágúst það ár.
Nú sjáum við hlé á skjálftavirkninni, rímar það við reynsluna árið 2014?
„Nei, þetta er aðeins ólíkt. Hún byrjaði aðeins öðruvísi og er kannski líkari og í Gjálpargosinu,“ segir Benedikt um skjálftahrinu morgunsins.
Eldgos varð í Gjálp í Vatnajökli árið 1996, miðja vegu milli Bárðarbungu og Grímsvatna.
„Gosin í Gjálp og í Holuhrauni eru þau tvö dæmi sem við höfum séð áður þar sem er eitthvað sambærilegt.“
Spurður hvort talið sé líklegra að kvikan leiti í norður eða í suðvestur frá Bárðarbungu segir hann:
„Það er erfitt að segja til um það. Ef kvika fer af stað þá myndi ég segja að það sé ólíklegasti möguleikinn að hún fari aftur inn í Holuhraun en það er þó ekkert útilokað. Svo eru Dyngjuháls og Köldukvísl mögulegir staðir og svo sjálf eldstöðin í öskjunni.“