Hótar að hætta í ríkisstjórn Ísraels

Ísrael/Palestína | 14. janúar 2025

Hótar að hætta í ríkisstjórn Ísraels

Þjóðaröryggisráðherra Ísraels, Itamar Ben Gvir, hótaði í dag að hætta í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús verði samningur um vopnahlé á Gasa samþykktur af ríkisstjórninni. Hann telur að með því að samþykkja vopnahlé sé Ísraelsstjórn að gefast upp gagnvart hryðjuverkasamtökunum Hamas. 

Hótar að hætta í ríkisstjórn Ísraels

Ísrael/Palestína | 14. janúar 2025

Gvir hefur hvatt fjármálaráðherran sömuleiðis að hætta í ríkisstjórninni.
Gvir hefur hvatt fjármálaráðherran sömuleiðis að hætta í ríkisstjórninni. AFP/Menahem Kahana

Þjóðaröryggisráðherra Ísraels, Itamar Ben Gvir, hótaði í dag að hætta í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús verði samningur um vopnahlé á Gasa samþykktur af ríkisstjórninni. Hann telur að með því að samþykkja vopnahlé sé Ísraelsstjórn að gefast upp gagnvart hryðjuverkasamtökunum Hamas. 

Þjóðaröryggisráðherra Ísraels, Itamar Ben Gvir, hótaði í dag að hætta í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús verði samningur um vopnahlé á Gasa samþykktur af ríkisstjórninni. Hann telur að með því að samþykkja vopnahlé sé Ísraelsstjórn að gefast upp gagnvart hryðjuverkasamtökunum Hamas. 

Gvir er langt til hægri í ísraelskum stjórnmálum en brottför hans myndi þó ekki fella ríkisstjórn Netanjahús. Hann hefur einnig hvatt fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich til að hætta í ríkisstjórninni verði vopnahléð samþykkt. 

Viðræður um samkomulag um vopnahlé á Gasa virðast vera á lokametrunum. Báðir deiluaðilar segja að allar líkur sé á því að samkomulag um fyrsta áfanga vopnahlésins náist í þessari viku. 

Vopnahlésviðræðurnar hafa farið fram í Doha, höfuðborg Katar. Fundað var um samninginn í átta klukkutíma í dag án þess að hann hafi verið samþykktur. 

Utanríkisráðherra Ísraels, Gideon Saar, kveðst bjartsýnn á að meirihluti ríkisstjórnarinnar styðji samninginn um vopnahlé. 

mbl.is